Sport

Romo las leik New England eins og opna bók

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Romo náði aldrei að spila í Super Bowl en mun lýsa Super Bowl þess í staðinn.
Romo náði aldrei að spila í Super Bowl en mun lýsa Super Bowl þess í staðinn. vísir/getty
Frammistaða fyrrum NFL-leikstjórnandans Tony Romo í lýsingu á leik Kansas City og New England um liðna helgi hefur vakið mikla athygli.

Á meðan hinn þrautreyndi þjálfari Kansas City Chiefs, Andy Reid, var sem steinrunninn á hliðarlínunni er Tom Brady gekk frá leiknum var Romo að lesa Brady eins og opna bók.

Hann tjáði áhorfendum CBS frá því hvað myndi gerast í nánast hverju einasta kerfi undir lokin. Algjörlega magnað að fylgjast með lýsaranum.





Eftir þennan leik er því spáð að lið í NFL-deildinni muni fara eftir Romo og reyna að ráða hann sem þjálfara. Ekkert skrítið því hann er leiðtogi með gríðarlegan skilning á leiknum.

CBS líst ekkert á þessa umræðu og er víst tilbúið að bjóða Romo mikla launahækkun til þess að halda honum í lýsaraklefanum.

Romo á eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við CBS en hann er sagður fá 4 milljónir dollara á ári eða rúmar 480 milljónir króna.

Launahæsti lýsari í sögu NFL-deildarinnar var goðsögnin John Madden sem fékk 8 milljónir dollara fyrir veturinn 1993. Romo gæti hugsanlega slegið það met ef hann kýs að semja upp á nýtt og halda sig við sjónvarpið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×