Erlent

Snyrtilegari simpansa er vart hægt að finna

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
það þarf ekki að segja þessari tvisvar að taka til í herberginu sínu.
það þarf ekki að segja þessari tvisvar að taka til í herberginu sínu. Mynd/skjáskot
Í dýragarðinum í Shenyang í Kína má finna einhvern snyrtilegasta simpansa sem vitað er um. Hún sópar gólfið í búrinu sínu á hverjum degi og virðist njóta þess.

Hún hefur vakið mikla athygli í Kína fyrir snyrtilegt háttarlag sitt. Simpansinn er sögð afar nákvæm við þrifin, sópar vel í öllum hornum og sópar laufblöðum í box líkt og um fægisskóflu væri að ræða. 

„Einn daginn tókum við eftir því að hún var að stara á okkur á meðan við vorum að sópa gólfið,“ segir Wang Jingjing, dýragarðsvörður. „Svo sáum við að hún hermdi eftir okkur sópa gólfið og hún gerði það af mikilli nákvæmni.“

Simpansinn er átján ára kvendýr og hefur átt það til að herma eftir fólki áður. Simpansar eru gáfuð dýr og geta haft greind á við þriggja eða fjögurra ára börn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×