Móðir orðlaus að mynd um morðið á syni hennar hafi verið tilnefnd til Óskars Birgir Olgeirsson skrifar 23. janúar 2019 11:23 Jon Venables og Robert Thompson voru dæmdir fyrir morðið á hinum tveggja ára James Bulger. Vísir/Getty Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar. Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Móðir James Bulger, sem var tveggja ára gamall þegar hann var myrtur árið 1993, hefur gagnrýnt harðlega að leikin mynd um málið hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna. Myndin heitir Detainment og er tilnefnd í flokki stuttmynda. Hún er þrjátíu mínútur að lengd og styðst við yfirheyrslu lögreglu yfir drengjunum tveimur sem voru tíu ára gamlir þegar þeir myrtu Bulger í Merseyside á Englandi. „Ég á erfitt með að koma í orð hversu misboðið mér er að þessi svokallaða mynd hafi verið gerð og tilnefnd til Óskarsverðlauna,“ sagði Denise Fergus á Twitter. This is all I want to say at present. pic.twitter.com/GbyshtVoa9— Denise Fergus (@Denise_fergus) January 22, 2019 Leikstjóri myndarinnar er Írinn Vincent Lambe sem hefur beðið Fergus afsökunar á að hafa ekki tilkynnt henni nógu snemma að hann ætlaði að gera myndina og beðið hana afsökunar á því hversu slæm áhrif gerð þessarar myndar hefur haft á sálarlíf hennar. Rúmlega 90 þúsund manns lögðu nafn sitt við áskorun þar sem Óskarsakademían var hvött til að dæma myndina úr leik. Ekki var orðið við þeirri áskorun og myndin tilnefnd til verðlauna. Eftir að tilkynnt var um tilnefninguna óskaði forseti Írlands, Michael D. Higgins, írskum kvikmyndagerðarmönnunum sem voru áberandi í tilnefningum til hamingju. Þar á meðal þeim sem komu að myndunum The Favourite, Late Afternoon og Detainment. "All those who appreciate Irish creativity will welcome the shortlist for the 2019 Oscars, which includes many Irish nominees. I send my congratulations to Robbie Ryan and to the teams behind The Favourite, Late Afternoon and Detainment, who all fully deserve this recognition."— President of Ireland (@PresidentIRL) January 22, 2019 Fergus sagði í viðtali í síðasta mánuði að hún teldi leikstjórann Vincent Lambe vera að nýta sér þennan harm til að koma sér á framfæri í kvikmyndageiranum. Hún hvatti fólk einnig til að hunsa þessa mynd algjörlega þar sem hún hefði verið gerð í óþökk aðstandenda. Hún hefur talað fyrir því að drengirnir sem myrtu son hennar fái harðari refsingu en þeir voru dæmdir til átta ára fangelsisvistar. Vincent Lambe hafði áður tjáð sig við BBC um myndina en hann sagðist ekki búast við því að fjölskyldu Bulgers þætti þessi mynd þægileg þar sem morðingjar Bulgers væru sýndir í mannlegu ljósi. „Ég vona samt að þau skilji hvers vegna myndin var gerð. Hún var gerð til að reyna að skilja hvers vegna 10 ára gamlir drengir fremja svona hræðilegan glæp. Ég er þeirrar skoðunar að ef við skiljum ekki af hverju þá eru líkur á að þetta gerist aftur,“ sagði Lambe. Hann bætti við að myndin hefði ekki verið gerð með von um fjárhagslegan gróða og hafði enginn það í huga við gerð hennar.
Bretland England Morðið á James Bulger Óskarinn Tengdar fréttir Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Sjá meira
Óskarinn: Hverjir komu á óvart, hverjir vinna og hverjir voru hunsaðir? Farið yfir tilnefningarnar til Óskarsverðlauna í ár. 23. janúar 2019 11:00