Ítalska ríkinu gert að greiða Amöndu Knox bætur Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2019 12:57 Knox ásamt móður sinni þegar hún kom aftur til Bandaríkjanna árið 2015. AP/Ted S. Warren Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher. Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur skipað ítalska ríkinu að borga Amöndu Knox bætur fyrir að hafa ekki útvegað henni lögmann og túlk við yfirheyrslur eftir að breskur meðleigjandi hennar var myrtur í nóvember 2007. Dómstóllinn sagði ekki nægar sannanir fyrir því að Knox hefði verið beitt líkamlegu og andlegu ofbeldi, eins og hún hefur haldið fram. Allt í allt var Ítalíu gert að greiða Knox tuttugu þúsund dali, sem samsvarar um tveimur og hálfri milljón króna.Í niðurstöðu dómsins, sem er aðeins aðgengilegur á frönsku þegar þetta er skrifað, segir að yfirvöldum á Ítalíu hefði ekki tekist að sanna að það að veita Knox ekki aðgang að lögmanni hafi ekki komið verulega niður á sanngirni réttarhaldanna gegn henni.„Frú Knox var í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem erlend kona, tvítug að aldri, sem hafði ekki verið lengi í Ítalíu og talaði ítölsku ekki sérlega vel,“ segir í dómnum. Knox er nú 31 árs gömul en hún var sýknuð af morði Meredith Kercher af Hæstarétti Ítalíu árið 2015, eftir að hafa setið í fangelsi í á fjórða ár. Þáverandi kærasti hennar var einnig dæmdur fyrir morðið en hann var einnig sýknaður seinna meir. Knox var einnig sakfelld fyrir að hafa sakað bareiganda um morðið og stendur hún nú í málaferlum til að fá þeim dómi hnekkt, á þeim grundvelli að hún hafi hvorki fengið aðgang að túlki né lögmanni. Kercher fannst nakin í íbúð þeirra og hafði hún verið skorin á háls. Það var við þessa fyrstu yfirheyrslu sem hún sakaði Patrick Lumumba um að hafa myrt Kercher en lögmenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að leggja ásökunina fram. Mannréttindadómstóllinn bendir á að hún hafi fljótt og ítrekað dregið ásökunina til baka. Nú situr innflytjandi frá Fílabeinsströndinni í fangelsi fyrir morðið en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að myrða Kercher.
Amanda Knox Ítalía Tengdar fréttir Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15 Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00 Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00 Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32 Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Amanda Knox sakar Ítalskan fangavörð um áreitni Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana. 7. október 2011 21:15
Segja sýknudóm yfir Knox gallaðan Hæstiréttur Ítalíu deildi í gær harkalega á vinnubrögð áfrýjunardómstóls sem sýknaði hina bandarísku Amöndu Knox af morðákæru. Leggur rétturinn til að annar dómstóll verði skipaður til að taka málið upp á ný. 19. júní 2013 09:00
Amanda Knox komin heim Amanda Knox, bandaríska stúlkan sem sökuð var um morð á herbergisfélaga sínum á Ítalíu, er komin til síns heima í Seattle í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks tók á móti stúlkunni á flugvelli borgarinnar og sagði hún það yfirþyrmandi að vera komin aftur á bandaríska grund. Knox, sem er 24 ára gömul og kærasti hennar voru sýknuð af morðinu á Meredith Kerchner sem var frá Bretlandi. Þau hafa eytt síðustu fjórum árum í ítölsku fangelsi. Foreldrar Kerchner hafa sagt að þau muni ekki láta staðar numið í leitinni að morðingja dóttur þeirra. 5. október 2011 09:00
Amanda Knox fundin sek á ný Bandaríski neminn hlaut að þessu sinni 28 ára fangelsisdóm. 30. janúar 2014 22:32