Hlaut alvarlega áverka í andliti eftir flugeld við Hallgrímskirkju Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2019 10:16 Alisa Kreynes gagnrýnir viðbrögð yfirvalda en málið telst óupplýst hjá lögreglu. Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna. Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Bandarísk kona hlaut töluverða áverka á andliti eftir að flugeldur sprakk í hópi sem var staddur við Hallgrímskirkju í Reykjavík á gamlárskvöldi árið 2017. Fjallað er um mál Alisu Kreynes á vef DV þar sem rætt er við hana og birt tölvupóstsamskipti hennar við embætti ríkislögreglustjóra og Reykjavíkurborg þar sem hún gagnrýnir viðbrögð yfirvalda vegna málsins. Kreynes heldur því fram að ókunnugur maður hafi skotið flugeld að henni og fimm vinum hennar. Vinir hennar hlutu bruna á fatnaði og hári en Alisa varð fyrir skaða í andliti og hlaut alvarlega brunasár á eyrum nefni og augum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að málið hafi verið rannsakað af lögreglu. Engar vísbendingar fundust um hver hefði verið að verki. Lögreglan hafði til hliðsjónar myndbandsupptöku af óhappinu en þar sást ekki hver það var sem skaut flugeldinum sem sprakk hjá hópnum. Lögreglan auglýsti eftir vitnum að atvikinu í fjölmiðlum en enginn gaf sig fram. Rannsókn málsins er lokið af hálfu lögreglu og telst málið óupplýst og lítur lögreglan svo á að um slys sé að ræða úr því að ekkert kom út úr rannsókninni. Ef einhver þó gefur sig fram með upplýsingar þá mun lögregla taka málið upp aftur. Í DV kemur fram að Kreynes vilji að heimurinn fái að vita hversu óábyrg íslensk yfirvöld eru og gagnrýnir að lítið sé gert til að vernda ferðamenn, sem eru þjóðarbúinu afar mikilvægir. Hún segist hafa þurft að greiða rúmar 100 þúsund krónur fyrir heimsókn á Landspítalann og þá hafi heildar lækniskostnaður hennar vegna atviksins verið um 3.000 dollarar, en hún þurfti að leita til lýtalæknis vegna áverkanna.
Ferðamennska á Íslandi Flugeldar Lögreglumál Hallgrímskirkja Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira