Spá því að íslensk heimili og fyrirtæki pakki nú í vörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:48 Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni. vísir/vilhelm Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér. Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22