Spá því að íslensk heimili og fyrirtæki pakki nú í vörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:48 Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni. vísir/vilhelm Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér. Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22