Leggur til að loka Miklubraut fyrir einkabíla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2019 12:45 Miklabraut milli Snorrabrautar og Lönguhlíðar síðdegis þegar umferðin gengur hægt í austurátt. Vísir/stefán Björn Teitsson, meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að með því að loka Miklubraut fyrir umferð einkabílsins gæti Reykjavíkurborg tekið hugrökkustu og bestu pólitísku ákvörðun í höfuðborginni nokkru sinni.Þetta kemur fram í pistli sem hann birtir á Vísi í dag og vísar til breytinga á umferðarmenningu í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem lykilhraðbraut var lokað á dögunum án teljandi áhrifa á umferð. Björn, sem var á sínum tíma spurningahöfundur í Gettu betur, vísar í þekktar bíómyndir í pistli sínum og tengir við eftirminnilegar setningar úr Jurassic Park og Waynes World 2. Annars vegar „Lífið finnur sér leið“ úr fyrri myndinni og „Ef þú bókar þau, þá koma þau“. „Stundum nota ég þessa línu úr Wayne’s World 2, ögn breytta, til að útskýra fyrir fólki hvernig bílaumferð verður í raun verri, eftir því sem reynt er að byggja fleiri akreinar til að greiða úr henni. Ef þú byggir fleiri akreinar verða fleiri spenntari fyrir því að keyra, bílum fjölgar og umferðin verður verri,“ segir Björn. „Þetta fyrirbæri gengur fræðilega undir heitinu þversögn Braess, eftir þýska stærðfræðingnum Dietrich Braess, sem sannaði þessar reglu fyrir 51 ári. Fólk gæti við þetta tilefni einmitt hugsað til vídeóleiguáratugarins. Sjálfur hóf ég t.d. nám í menntaskóla í miðbænum árið 1997 og þurfti að koma mér þangað daglega frá Grafarvogi. Stundum fékk ég far í bíl og mikið sem þá var kvartað yfir akreinaleysi, vöntun á mislægum gatnamótum og að það myndaðist bílaröð strax við Skeifuna. Nú, rúmum tveimur áratugum, fjórum akreinum, tveimur í hvora átt, og þremur mislægum gatnamótum síðar, skilst mér að þessi sama bílaröð hefjist einhvers staðar í Grafarholti. Auðvitað. Ef þú byggir þessar akreinar, þá koma bílarnir. „If you build them, they will come.“ Snemma á árinu urðu breytingar í vegakerfi íbúa í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Kafla á annarri af tveimur hraðbrautum sem liggja um borgina í norður/suður var lokað, kafli sem kallast Alaskan Way Viaduct. Lokunin hefur vofað yfir í nokkur ár en þessi kafli hraðbrautarinnar sem er upphækkaður þykir ekki öruggur því Seattle er á virku skjálftasvæði. Í stað hraðbrautarinnar munu koma 3,2 kílómetra löng göng undir borgina sem stefnt er að opna í febrúar. Á meðan þurfa bílarnir að fara aðra leið. 90 þúsund bílar fóru um hraðbrautina hluta Highway 99, en ekki virðist hafa orðið sú katastrófa í umferðinni eins og margir spáðu.Að neðan má sjá skýringu á því hvernig taka á niður upphækkuðu hraðbrautina sem er töluverð framkvæmd.Af vefsíðu Seattle Times.Í frétt á vef Seattle Times segir einfaldlega: ‘The cars just disappeared’: What happened to the 90,000 cars a day the viaduct carried before it closed? Sem mætti þýða: „Bílarnir hurfu einfaldlega“- Hvað varð um bílana 90 þúsund sem fóru um hraðbrautina áður en henni var lokað?„Umferðin er svipuð og áður og óhöppum hefur ekki fjölgað nema síður sé. Við sjávarsíðuna í vesturhluta borgarinnar (þar sem hraðbrautin var) er skyndilega afar rólegt, lítil sem engin loftmengun og óhljóðin í umferðinni horfin. Hjólreiðafólki fjölgaði skyndilega á þessum tveimur vikum um 176-327% á mismunandi talningarstöðum. Ekki að þetta sé í raun það merkilegt. Hvar sem er í heiminum sem risaumferðaræð er lokað, gerist nákvæmlega það sama. Fólk er nefnilega frekar úrræðagott þegar það þarf á því að halda. Og allt í einu er betra loft, fólk hefur meiri tíma og er hraustara og ánægðara en þegar hraðbrautin var til staðar. Lífið finnur sér leið. „Life finds a way.“,“ segir Björn.Björn Teitsson nemur borgarfræði í Þýskalandi.Stokkur góður en lokun betriHann rifjar upp að í fyrra hafi verið samþykkt í samgönguáætlun að setja Miklubraut í stokk. Framkvæmd sem hann telur um margt góða.„Í greinargerð sem var birt fyrir borgarráði um framkvæmdina segir þó skýrt að hún sé ekki ætluð til að greiða fyrir umferð, heldur til að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið, sumsé norður-og suðurhlutar Hlíðahverfisins. Framkvæmdin opnar einnig byggingarmöguleika sem verða fýsilegir um leið og dagleg umferð 43 þúsund bíla er komin undir jörð. Verða þar byggðar íbúðir á besta stað, sem byggjast á svæði sem er núna dautt veghelgunarsvæði,“ segir Björn.En hvað ef þetta væri allt saman hægt, án þess að eyða 21 milljarði (skv. kostnaðaráætlun) í verkefnið? spyr hann. „Með því að loka einfaldlega Miklubraut fyrir einkabíla væri hægt að sameina norður-og suður-hluta Hlíðahverfis með einu pennastriki. Hverfið sem hefur verið sundurskorið af þessari þungu og hættulegu hraðbraut síðan á 7. áratug síðustu aldar. Loftmengun og hávaðamengun myndu hverfa, öryggi fólks, barna sem fullorðinna, færi frá því að vera takmarkað yfir í algert í einu stöku kasti. Hvati fyrir fólk að keyra á einkabílum myndi minnka og jákvæð margföldunaráhrif myndu skila sér í Vesturbæ og miðborg. (Hafi fólk áhyggjur af því að gestum miðborgar myndi fækka þá má minnast á nýjar tölur frá Ósló, þar sem gestum miðborgar hefur fjölgað um 10% á sama tíma og borgin hefur gert miðborg sína svo gott sem algerlega bíllausa). Það myndu vissulega koma fram dómsdagsspár eins og alls staðar annars staðar þar sem slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. En munum, lífið finnur sér leið.“Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.TripólíVíkur hann sér í framhaldinu að því sem yrði hugrakkasta og besta pólitíska ákvörðun í sögu Reykjavíkur. Að loka fyrir umferð einkabílsins um Miklubraut en leyfa þó áfram akstur strætós og í framtíðinni Borgarlínu.„Ríkisstjórn og borgaryfirvöld tala jafnan um umhverfisstefnu og aðgerðir gegn loftslagsmálum. Við Miklubraut gætu þau loksins státað sig af einni aðgerð sem myndi virkilega telja. Sem væri ekki aðeins táknræn heldur myndi skila raunverulegum árangri án nokkurs fórnarkostnaðar. Lífið finnur sér leið, það er enn nóg af götum í Reykjavík. Strætó og Borgarlína, sem enn gætu farið í gegn um Miklubraut, yrðu um leið enn betri og álitlegri samgöngukostir en einkabíll. Hraðari og þægilegri. Fólk gæti tekið upp á því í vaxandi mæli að ganga eða hjóla. Þetta er raunveruleg aðgerð og raunverulegur möguleiki sem sparar tugi milljarða og skilar þar að auki stórfelldum hagnaði í formi minni mengunar, betri heilsu og stóraukinna lífsgæða fyrir íbúa Hlíða og allra annarra sem eiga leið um miðborgina. Þetta er nefnilega frekar auðvelt. Ef þú vilt losna við mengandi bílaumferð, slepptu þá að byggja fyrir hana. Og lífið finnur sér leið.“Segi þetta bara: Það þarf ekki að setja Miklubraut í stokk. Það þarf bara að loka henni f einkabíla, opna f strætó/Borgarlínu, hjól & labb. Spara 20-30 milljarða, draga úr umferð og mengun. Yrði hugrakkasta og besta pólitíska ákvörðun í RVK, ever#aðförinhttps://t.co/bIJ4idkWN6— Björn Teitsson (@bjornteits) January 25, 2019 Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Miklubraut í stokk geta beðið Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. 2. maí 2018 20:00 Mislæg á Miklubraut yrðu mögulega á kostnað gangandi og hjólandi Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu auka umferðarhraða og gætu gert gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki erfitt fyrir, að mati prófessors í samgönguverkfræði. 29. janúar 2014 19:00 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Dagur B. Eggertsson kynnti áherslumál Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. 21. apríl 2018 15:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Björn Teitsson, meistaranemi í borgarfræðum við Bauhaus-Universität í Þýskalandi og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, segir að með því að loka Miklubraut fyrir umferð einkabílsins gæti Reykjavíkurborg tekið hugrökkustu og bestu pólitísku ákvörðun í höfuðborginni nokkru sinni.Þetta kemur fram í pistli sem hann birtir á Vísi í dag og vísar til breytinga á umferðarmenningu í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna þar sem lykilhraðbraut var lokað á dögunum án teljandi áhrifa á umferð. Björn, sem var á sínum tíma spurningahöfundur í Gettu betur, vísar í þekktar bíómyndir í pistli sínum og tengir við eftirminnilegar setningar úr Jurassic Park og Waynes World 2. Annars vegar „Lífið finnur sér leið“ úr fyrri myndinni og „Ef þú bókar þau, þá koma þau“. „Stundum nota ég þessa línu úr Wayne’s World 2, ögn breytta, til að útskýra fyrir fólki hvernig bílaumferð verður í raun verri, eftir því sem reynt er að byggja fleiri akreinar til að greiða úr henni. Ef þú byggir fleiri akreinar verða fleiri spenntari fyrir því að keyra, bílum fjölgar og umferðin verður verri,“ segir Björn. „Þetta fyrirbæri gengur fræðilega undir heitinu þversögn Braess, eftir þýska stærðfræðingnum Dietrich Braess, sem sannaði þessar reglu fyrir 51 ári. Fólk gæti við þetta tilefni einmitt hugsað til vídeóleiguáratugarins. Sjálfur hóf ég t.d. nám í menntaskóla í miðbænum árið 1997 og þurfti að koma mér þangað daglega frá Grafarvogi. Stundum fékk ég far í bíl og mikið sem þá var kvartað yfir akreinaleysi, vöntun á mislægum gatnamótum og að það myndaðist bílaröð strax við Skeifuna. Nú, rúmum tveimur áratugum, fjórum akreinum, tveimur í hvora átt, og þremur mislægum gatnamótum síðar, skilst mér að þessi sama bílaröð hefjist einhvers staðar í Grafarholti. Auðvitað. Ef þú byggir þessar akreinar, þá koma bílarnir. „If you build them, they will come.“ Snemma á árinu urðu breytingar í vegakerfi íbúa í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Kafla á annarri af tveimur hraðbrautum sem liggja um borgina í norður/suður var lokað, kafli sem kallast Alaskan Way Viaduct. Lokunin hefur vofað yfir í nokkur ár en þessi kafli hraðbrautarinnar sem er upphækkaður þykir ekki öruggur því Seattle er á virku skjálftasvæði. Í stað hraðbrautarinnar munu koma 3,2 kílómetra löng göng undir borgina sem stefnt er að opna í febrúar. Á meðan þurfa bílarnir að fara aðra leið. 90 þúsund bílar fóru um hraðbrautina hluta Highway 99, en ekki virðist hafa orðið sú katastrófa í umferðinni eins og margir spáðu.Að neðan má sjá skýringu á því hvernig taka á niður upphækkuðu hraðbrautina sem er töluverð framkvæmd.Af vefsíðu Seattle Times.Í frétt á vef Seattle Times segir einfaldlega: ‘The cars just disappeared’: What happened to the 90,000 cars a day the viaduct carried before it closed? Sem mætti þýða: „Bílarnir hurfu einfaldlega“- Hvað varð um bílana 90 þúsund sem fóru um hraðbrautina áður en henni var lokað?„Umferðin er svipuð og áður og óhöppum hefur ekki fjölgað nema síður sé. Við sjávarsíðuna í vesturhluta borgarinnar (þar sem hraðbrautin var) er skyndilega afar rólegt, lítil sem engin loftmengun og óhljóðin í umferðinni horfin. Hjólreiðafólki fjölgaði skyndilega á þessum tveimur vikum um 176-327% á mismunandi talningarstöðum. Ekki að þetta sé í raun það merkilegt. Hvar sem er í heiminum sem risaumferðaræð er lokað, gerist nákvæmlega það sama. Fólk er nefnilega frekar úrræðagott þegar það þarf á því að halda. Og allt í einu er betra loft, fólk hefur meiri tíma og er hraustara og ánægðara en þegar hraðbrautin var til staðar. Lífið finnur sér leið. „Life finds a way.“,“ segir Björn.Björn Teitsson nemur borgarfræði í Þýskalandi.Stokkur góður en lokun betriHann rifjar upp að í fyrra hafi verið samþykkt í samgönguáætlun að setja Miklubraut í stokk. Framkvæmd sem hann telur um margt góða.„Í greinargerð sem var birt fyrir borgarráði um framkvæmdina segir þó skýrt að hún sé ekki ætluð til að greiða fyrir umferð, heldur til að draga úr neikvæðum áhrifum umferðar á nærumhverfið, sumsé norður-og suðurhlutar Hlíðahverfisins. Framkvæmdin opnar einnig byggingarmöguleika sem verða fýsilegir um leið og dagleg umferð 43 þúsund bíla er komin undir jörð. Verða þar byggðar íbúðir á besta stað, sem byggjast á svæði sem er núna dautt veghelgunarsvæði,“ segir Björn.En hvað ef þetta væri allt saman hægt, án þess að eyða 21 milljarði (skv. kostnaðaráætlun) í verkefnið? spyr hann. „Með því að loka einfaldlega Miklubraut fyrir einkabíla væri hægt að sameina norður-og suður-hluta Hlíðahverfis með einu pennastriki. Hverfið sem hefur verið sundurskorið af þessari þungu og hættulegu hraðbraut síðan á 7. áratug síðustu aldar. Loftmengun og hávaðamengun myndu hverfa, öryggi fólks, barna sem fullorðinna, færi frá því að vera takmarkað yfir í algert í einu stöku kasti. Hvati fyrir fólk að keyra á einkabílum myndi minnka og jákvæð margföldunaráhrif myndu skila sér í Vesturbæ og miðborg. (Hafi fólk áhyggjur af því að gestum miðborgar myndi fækka þá má minnast á nýjar tölur frá Ósló, þar sem gestum miðborgar hefur fjölgað um 10% á sama tíma og borgin hefur gert miðborg sína svo gott sem algerlega bíllausa). Það myndu vissulega koma fram dómsdagsspár eins og alls staðar annars staðar þar sem slíkar ákvarðanir hafa verið teknar. En munum, lífið finnur sér leið.“Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.TripólíVíkur hann sér í framhaldinu að því sem yrði hugrakkasta og besta pólitíska ákvörðun í sögu Reykjavíkur. Að loka fyrir umferð einkabílsins um Miklubraut en leyfa þó áfram akstur strætós og í framtíðinni Borgarlínu.„Ríkisstjórn og borgaryfirvöld tala jafnan um umhverfisstefnu og aðgerðir gegn loftslagsmálum. Við Miklubraut gætu þau loksins státað sig af einni aðgerð sem myndi virkilega telja. Sem væri ekki aðeins táknræn heldur myndi skila raunverulegum árangri án nokkurs fórnarkostnaðar. Lífið finnur sér leið, það er enn nóg af götum í Reykjavík. Strætó og Borgarlína, sem enn gætu farið í gegn um Miklubraut, yrðu um leið enn betri og álitlegri samgöngukostir en einkabíll. Hraðari og þægilegri. Fólk gæti tekið upp á því í vaxandi mæli að ganga eða hjóla. Þetta er raunveruleg aðgerð og raunverulegur möguleiki sem sparar tugi milljarða og skilar þar að auki stórfelldum hagnaði í formi minni mengunar, betri heilsu og stóraukinna lífsgæða fyrir íbúa Hlíða og allra annarra sem eiga leið um miðborgina. Þetta er nefnilega frekar auðvelt. Ef þú vilt losna við mengandi bílaumferð, slepptu þá að byggja fyrir hana. Og lífið finnur sér leið.“Segi þetta bara: Það þarf ekki að setja Miklubraut í stokk. Það þarf bara að loka henni f einkabíla, opna f strætó/Borgarlínu, hjól & labb. Spara 20-30 milljarða, draga úr umferð og mengun. Yrði hugrakkasta og besta pólitíska ákvörðun í RVK, ever#aðförinhttps://t.co/bIJ4idkWN6— Björn Teitsson (@bjornteits) January 25, 2019
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Segir Miklubraut í stokk geta beðið Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. 2. maí 2018 20:00 Mislæg á Miklubraut yrðu mögulega á kostnað gangandi og hjólandi Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu auka umferðarhraða og gætu gert gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki erfitt fyrir, að mati prófessors í samgönguverkfræði. 29. janúar 2014 19:00 Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00 „Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Dagur B. Eggertsson kynnti áherslumál Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. 21. apríl 2018 15:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Segir Miklubraut í stokk geta beðið Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. 2. maí 2018 20:00
Mislæg á Miklubraut yrðu mögulega á kostnað gangandi og hjólandi Mislæg gatnamót á Miklubraut myndu auka umferðarhraða og gætu gert gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki erfitt fyrir, að mati prófessors í samgönguverkfræði. 29. janúar 2014 19:00
Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. 1. febrúar 2018 20:00
„Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax“ Dagur B. Eggertsson kynnti áherslumál Samfylkingarinnar í Reykjavík í dag. 21. apríl 2018 15:02