Sport

Redskins reikna ekki með Smith næsta vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smith er hér keyrður af velli eftir fótbrotið.
Smith er hér keyrður af velli eftir fótbrotið. vísir/getty
Ein ljótustu meiðsli vetrarins í NFL-deildinni voru þegar Alex Smith, leikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði mjög illa. Standið á honum er eftir því.

Svo slæmt er ástand Smith reyndar að félagið býst ekki við því að hann spili nokkuð næsta vetur. Félagið lítur svo á að það verði stór bónus ef Smith spilar eitthvað.

Leikstjórnandinn fótbrotnaði í leik gegn Houston Texans þann 18. nóvember. Hann fór beint í aðgerð en svo komst sýking í fótinn sem gerði allt verra.

Hann hafði ekkert sést opinberlega þar til hann mætti á leik með Washington Wizards nýlega og þá með engar smá umbúðir um fótinn.





Smith var á sínu fyrsta tímabili hjá Redskins eftir að hafa komið frá Kansas City Chiefs. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Redskins sem færir honum 94 milljónir dollara í vasann.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×