Viðskipti innlent

Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi

Birgir Olgeirsson skrifar
Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason.
Stjórn Laxa fiskeldis hefur ráðið Jens Garðar Helgason í starf framkvæmdastjóra félagsins. Jens Garðar hefur störf 1. febrúar.

Jens Garðar var framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækisins Fiskimiða ehf. á árunum 2002 til 2018. Þá hefur hann verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi frá stofnun þeirra árið 2014. Jens Garðar stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á árunum 1997 – 2000 og stundar MBA námi í Seafood Management við Norwegian School of Economics.

Laxar fiskeldi er með 3 starfsstöðvar á Suðurlandi, sjókvíaeldi í Reyðarfirði og höfuðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Starfsemi og umsvif Laxa fiskeldis hafa aukist hratt á síðustu misserum og er fyrirtækið nú að ala fjórar kynslóðir laxa í starfstöðvum sínum. Starfsmenn Laxa fiskeldis á Íslandi eru 35.

Jens Garðar er búsettur á Eskifirði, hann á þrjú börn og sambýliskona hans er Kristín Lilja Eyglóardóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×