Innlent

Fá aðgang að síma sem er talinn innihalda myndir af árás

Birgir Olgeirsson skrifar
Landsréttur er staðsettur í Kópavogi.
Landsréttur er staðsettur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Landsréttur hefur heimilað embætti lögreglustjórans á Vesturlandi að rannsaka efnisinnihald farsíma manns sem er grunaður líkamsárás og kynferðislega áreitni í félagi við aðra í ágúst árið 2016. Er síminn talinn innihalda ljósmyndir af árásinni.

Þegar lögreglan reyndi að opna símann, með heimild mannsins, reyndist uppgefið pin-númer rangt. Neitaði maðurinn að gefa upp rétt pin-númer símans og sagðist ekki muna það. Var það talin ótrúverðug skýring þar sem síminn hafi verið í notkun þegar hann var haldlagður.

Eru mennirnir grunaðir um að hafa haldið manninum, snúið upp á hendur hans og slegið hann. Samkvæmt framburði vitnis á einn mannanna að hafa tekið myndir af því og síminn því nauðsynlegur við rannsókn málsins og geta brotin að sögn lögreglu varðað fangelsisrefsingu.

Úrskurð Landsréttar má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×