Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 16:32 Andstæðingar og stuðningsmenn Stone fjölmenntu fyrir utan dómshúsið í Washington-borg. Stone virtist hlátur í huga þegar hann gekk fram hjá manni sem hélt skilti á lofti sem sagði hann skítugan svikara. Vísir/EPA Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30