Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2019 10:24 Felix Tshisekedi. AP/Ben Curtis Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða. Afríka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. Bráðabirgðatölur benda til þessa en tveir aðrir voru í framboði, annar úr stjórnarandstöðunni og síðan frambjóðandi ráðandi afla í landinu, Emmanuel Shadary. Yfirmaður kjörstjórnarinnar segir Tshisekedi hafa fengið 38,5 prósent atkvæða í kosningunum. Ef Tshisekedi verður lýstur sigurvegari verður það í fyrsta sinn sem einhverjum úr stjórnarandstöðunni tekst að bera sigur úr býtum í kosningum frá því landið öðlaðist sjálfstæði. Núverandi forseti, Joseph Kabila, mun nú láta af völdum, eftir átján ár á forsetastóli. Verði niðurstaðan staðfest verður þetta í fyrsta sinn sem stjórnarandstaða Kongó ber sigur úr bítum í kosningum frá því ríkið fékk sjálfstæði frá Belgíu árið 1960. Óttast er að tilkynningin muni leiða til ofbeldis í Kongó en slíkt hefur ávallt gerst í kjölfar kosninga þar í landi. Kosningunum hafði verið frestað í tvö ár vegna ýmissa vandræða við framkvæmd þeirra.Sjá einnig: Sögulegar en umdeildar kosningar í KongóFayulu, sem var í öðru sæti, hefur ekki tekið yfirlýsingu kjörstjórnar vel og sakar Tshisekedi um valdarán. Þá hefur fylking Shadary og Kabila ekki mótmælt niðurstöðunum sem hefur leitt til þess að margir hafa sakað Tshisekedi um að starfa með ríkisstjórninni. Hann sé í raun handbendi Kabila. Yfirvöld Frakklands segja niðurstöður kjörstjórnarinnar ekki í samræmi við þau gögn sem eftirlitsaðilar kaþólsku kirkjunnar söfnuðu. Kirkjan var með eftirlitsaðila um landið allt þegar kosningarnar fóru fram.Kjörsókn er sögð hafa verið 48 prósent og fékk Tshisekedi sjö milljónir atkvæða. Fayulu fékk 6,4 milljónir og Shadary fékk 4,4 milljónir atkvæða.
Afríka Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira