Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 14:38 Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15