Það allra áhugaverðasta frá CES 2019 12. janúar 2019 10:30 Snjallkisuklósettið Lavviebot. Mynd/PurrSong Bifreiðarisinn Audi kynnti Holoride til leiks. Það er tækni sem miðar að því að færa sýndarveruleikann í baksæti allra bifreiða. Notkun sýndarveruleikagleraugna á síður að valda bílveiki en skjáir.Snjallklósett Hið gamalgróna fyrirtæki Kohler sýndi ráðstefnugestum Kohler Numi 2.0. Nýtt snjallklósett. Sumir myndu segja snjallvæðingu komna út fyrir öll velsæmismörk en klósettið er útbúið hreinsunar- og þurrkunarbúnaði sem lagar sig að notandanum, hituðu sæti og meira að segja stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Snjallkisuklósett Ef lesendum þykir það fara yfir strikið að framleiða snjallklósett ættu þeir að hætta að lesa hér. Fyrir hina, þá gæti verið gaman að vita að PurrSong kynnti nýtt snjallkattaklósett er kallast LavvieBot. Það hreinsar kattasandinn sjálft og eyðir lykt, gerir greinarmun á milli katta og tengist veraldarvefnum. Mun smærra tölvuhleðslutæki Hleðslutæki fyrir fartölvur eru oftast nær stór og klunnaleg og það getur verið leiðinlegt að pakka þeim niður í fartölvutöskuna. Anker sýndi PowerPort Atom PD 1. Það er nýtt USB-C fartölvuhleðslutæki, sem virkar með fjölmörgum fartölvum eins og til dæmis nýju MacBook Air-tölvunum, og er álíka stórt og snjallsímahleðslutæki. Þráðlaust hleðsluhulstur Eigendur iPhone-síma sem ekki fengu AirPods eða önnur þráðlaus heyrnartól í jólagjöf þurfa enn að pirra sig á því að geta ekki bæði hlaðið símann og hlustað á tónlist á sama tíma. Þessu ætlar Mophie að breyta og kynnti hleðsluhulstur fyrir iPhone X, XS Max, XS og XR sem hleður símann með þráðlausri hleðslutækni. Upprúllað sjónvarp Tæknirisinn LG sýndi glæsilegt OLED-sjónvarp sem ætti að kæta þau sem aðhyllast mínímalískan lífsstíl. Auk mikilla myndgæða er hægt að rúlla skjá LG OLED TV R sjónvarpsins saman í snyrtilegan, svartan kassa þegar notkun er hætt. Þannig er eiginlega hægt að fela sjónvarpið. Ekki kjöt Það var ýmislegt fleira til sýnis en snjalltæki, gler og málmur. Impossible Foods kynnti Impossible Burger 2.0 á CES sem er uppfærð útgáfa af vegan-hamborgaranum Impossible Burger. Borgarinn virðist hafa platað marga ráðstefnugesti og þykir bæði afar bragðgóður og nauðalíkur hefðbundnu, umhverfisspillandi nautakjöti. „Þrátt fyrir að vera gerður úr plöntupróteinum lítur hann út, bragðast, eldast og er með sömu áferð og nautakjötsborgari. Kolefnisfótsporið er hins vegar mun minna,“ sagði blaðamaður Engadget. Myndavélasleðar Snjallsímaframleiðendur keppast við að ná sem mestum hluta framhliðarinnar undir skjá. Á síðustu misserum hafa framleiðendur komið framhliðarmyndavélum og skynjurum fyrir í hökum (e. notches) á skjánum en nýlega hafa kínverskir framleiðendur sett eins konar sleða á síma sína. Þá getur nær öll framhliðin farið undir skjá og myndavélinni er svo bara rennt upp þegar þörf er á. Honor kynnti einn slíkan á CES, Magic 2. MicroLED í stað OLED Samsung, leiðandi afl í skjátækni, kynnti risavaxið 75 tommu sjónvarp sem styðst ekki við hina vinsælu OLED-tækni heldur MicroLED. Samkvæmt The Verge er útlit fyrir að MicroLED sé framtíðin. Það bjóði upp á jafngóð eða betri myndgæði en OLED og sé ekki hrjáð sömu göllum. Þá kynnti Samsung einnig einingasjónvarp, sem hægt er að stækka eða minnka, með sömu skjátækni. Þýðingarmaskína Google Google kynnti nýja viðbót við stafræna aðstoðarmanninn Google Assistant. Með hjálp Google Translate getur aðstoðarmaðurinn nú þýtt samtöl á mismunandi tungumálum í rauntíma. Þýðingin er hins vegar ekki fullkomin en eins og margir ættu að þekkja tekur Google Translate þó stöðugum framförum. Gönguþjarkur Samsung sýndi prufuútgáfur af vörum úr nýrri línu sem kallast GEMS og er hönnuð til þess að aðstoða fólk við að ganga. GEMS-H er flaggskipið í línunni og er eiginlegur gönguþjarkur sem á að auðvelda fólki að ganga um 23 prósent. Aðstoðarvélmenni Samsung, sem kemur merkilega oft fyrir á þessari einu síðu, sýndi einnig aðstoðarvélmennið Bot Care. Það er hvítt og krúttlegt og getur fylgst með svefni, mælt púls og jafnvel hringt í neyðarlínuna eða fjölskylduna þegar það skynjar að þú hafir dottið svo fátt eitt sé nefnt. Gangandi bíll Hyundai reynir að finna upp hjólið á nýjan leik, eða kannski bara alls ekki, og kynnti hugmynd að nýjum bíl er kallast Elevate. Bíllinn er hugsaður fyrir erfitt færi og er með risavaxnar lappir líkt og padda auk hefðbundinna dekkja. Sjálfhlaðandi úr Mörg nenna ekki að fá sér snjallúr því þau vilja ekki þurfa að hlaða enn eina græjuna. Heilsusnjallúrið Matrix Powerwatch 2 er hugsað sem svar við því ákalli og fullyrða framleiðendur að það gangi fyrir sólarorku og hita. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bifreiðarisinn Audi kynnti Holoride til leiks. Það er tækni sem miðar að því að færa sýndarveruleikann í baksæti allra bifreiða. Notkun sýndarveruleikagleraugna á síður að valda bílveiki en skjáir.Snjallklósett Hið gamalgróna fyrirtæki Kohler sýndi ráðstefnugestum Kohler Numi 2.0. Nýtt snjallklósett. Sumir myndu segja snjallvæðingu komna út fyrir öll velsæmismörk en klósettið er útbúið hreinsunar- og þurrkunarbúnaði sem lagar sig að notandanum, hituðu sæti og meira að segja stafræna aðstoðarmanninum Alexa. Snjallkisuklósett Ef lesendum þykir það fara yfir strikið að framleiða snjallklósett ættu þeir að hætta að lesa hér. Fyrir hina, þá gæti verið gaman að vita að PurrSong kynnti nýtt snjallkattaklósett er kallast LavvieBot. Það hreinsar kattasandinn sjálft og eyðir lykt, gerir greinarmun á milli katta og tengist veraldarvefnum. Mun smærra tölvuhleðslutæki Hleðslutæki fyrir fartölvur eru oftast nær stór og klunnaleg og það getur verið leiðinlegt að pakka þeim niður í fartölvutöskuna. Anker sýndi PowerPort Atom PD 1. Það er nýtt USB-C fartölvuhleðslutæki, sem virkar með fjölmörgum fartölvum eins og til dæmis nýju MacBook Air-tölvunum, og er álíka stórt og snjallsímahleðslutæki. Þráðlaust hleðsluhulstur Eigendur iPhone-síma sem ekki fengu AirPods eða önnur þráðlaus heyrnartól í jólagjöf þurfa enn að pirra sig á því að geta ekki bæði hlaðið símann og hlustað á tónlist á sama tíma. Þessu ætlar Mophie að breyta og kynnti hleðsluhulstur fyrir iPhone X, XS Max, XS og XR sem hleður símann með þráðlausri hleðslutækni. Upprúllað sjónvarp Tæknirisinn LG sýndi glæsilegt OLED-sjónvarp sem ætti að kæta þau sem aðhyllast mínímalískan lífsstíl. Auk mikilla myndgæða er hægt að rúlla skjá LG OLED TV R sjónvarpsins saman í snyrtilegan, svartan kassa þegar notkun er hætt. Þannig er eiginlega hægt að fela sjónvarpið. Ekki kjöt Það var ýmislegt fleira til sýnis en snjalltæki, gler og málmur. Impossible Foods kynnti Impossible Burger 2.0 á CES sem er uppfærð útgáfa af vegan-hamborgaranum Impossible Burger. Borgarinn virðist hafa platað marga ráðstefnugesti og þykir bæði afar bragðgóður og nauðalíkur hefðbundnu, umhverfisspillandi nautakjöti. „Þrátt fyrir að vera gerður úr plöntupróteinum lítur hann út, bragðast, eldast og er með sömu áferð og nautakjötsborgari. Kolefnisfótsporið er hins vegar mun minna,“ sagði blaðamaður Engadget. Myndavélasleðar Snjallsímaframleiðendur keppast við að ná sem mestum hluta framhliðarinnar undir skjá. Á síðustu misserum hafa framleiðendur komið framhliðarmyndavélum og skynjurum fyrir í hökum (e. notches) á skjánum en nýlega hafa kínverskir framleiðendur sett eins konar sleða á síma sína. Þá getur nær öll framhliðin farið undir skjá og myndavélinni er svo bara rennt upp þegar þörf er á. Honor kynnti einn slíkan á CES, Magic 2. MicroLED í stað OLED Samsung, leiðandi afl í skjátækni, kynnti risavaxið 75 tommu sjónvarp sem styðst ekki við hina vinsælu OLED-tækni heldur MicroLED. Samkvæmt The Verge er útlit fyrir að MicroLED sé framtíðin. Það bjóði upp á jafngóð eða betri myndgæði en OLED og sé ekki hrjáð sömu göllum. Þá kynnti Samsung einnig einingasjónvarp, sem hægt er að stækka eða minnka, með sömu skjátækni. Þýðingarmaskína Google Google kynnti nýja viðbót við stafræna aðstoðarmanninn Google Assistant. Með hjálp Google Translate getur aðstoðarmaðurinn nú þýtt samtöl á mismunandi tungumálum í rauntíma. Þýðingin er hins vegar ekki fullkomin en eins og margir ættu að þekkja tekur Google Translate þó stöðugum framförum. Gönguþjarkur Samsung sýndi prufuútgáfur af vörum úr nýrri línu sem kallast GEMS og er hönnuð til þess að aðstoða fólk við að ganga. GEMS-H er flaggskipið í línunni og er eiginlegur gönguþjarkur sem á að auðvelda fólki að ganga um 23 prósent. Aðstoðarvélmenni Samsung, sem kemur merkilega oft fyrir á þessari einu síðu, sýndi einnig aðstoðarvélmennið Bot Care. Það er hvítt og krúttlegt og getur fylgst með svefni, mælt púls og jafnvel hringt í neyðarlínuna eða fjölskylduna þegar það skynjar að þú hafir dottið svo fátt eitt sé nefnt. Gangandi bíll Hyundai reynir að finna upp hjólið á nýjan leik, eða kannski bara alls ekki, og kynnti hugmynd að nýjum bíl er kallast Elevate. Bíllinn er hugsaður fyrir erfitt færi og er með risavaxnar lappir líkt og padda auk hefðbundinna dekkja. Sjálfhlaðandi úr Mörg nenna ekki að fá sér snjallúr því þau vilja ekki þurfa að hlaða enn eina græjuna. Heilsusnjallúrið Matrix Powerwatch 2 er hugsað sem svar við því ákalli og fullyrða framleiðendur að það gangi fyrir sólarorku og hita.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira