Sveitarfélög geti heimilað stærri vindmyllur án aðkomu stjórnvalda Sighvatur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 18:45 Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi. Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Skoskur skipulagsfræðingur hefur bent á nauðsyn þess að gerðar séu áætlanir um vindorkuver á Íslandi. Hann segir ekkert hafa gerst í þeim málum síðan hann kom síðast til landsins fyrir fjórum árum. Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.Vísir/Arnar Samband íslenskra sveitarfélaga er á sama máli og lýsir eftir stefnu stjórnvalda um vindorku. Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vísar til þess að framundan sé endurskoðun landsskipulagsstefnu þar sem fjallað er um landslagsvernd og vindorkunýtingu. Við viljum fyrst og fremst benda á það að vindorkunýting hlýtur að vera áhugaverður kostur til að auka fjölbreytni í orkuframleiðslu hér á landi og hún er að verða sífellt hagkvæmari líka. Tvær vindmyllur eru við Þykkvabæ í Rangárþingi ytra. Tvær tilraunamyllur eru við Búrfell. Vindorkuver hafa verið til umræðu og skoðunar í nokkrum sveitarfélögum; í Landeyjum í Rangárþingi eystra, við Gufuskála í Snæfellsbæ, í Dalabyggð, við Húsavík og á Fljótsdalshéraði. Víða um land hefur komið til tals að setja upp vindmyllur. Snæfellsbær er kominn einna lengst þar sem fjórar mögulegar staðsetningar fyrir vindorkuver eru í aðalskipulagi.Vísir/Tótla Samband íslenskra sveitarfélaga vill fara skosku leiðina, en sveitarfélög þar í landi geta heimilað stærri vindmyllur en íslensk sveitarfélög án aðkomu ríkis. Þannig gætu sveitarfélög hér á landi gefið leyfi fyrir vindorkuverum sem framleiða allt að 50 megavöttum en í dag geta þau heimilað vindmyllur sem framleiða allt að 10 megavöttum. Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar.Vísir/Arnar Guðrún Pétursdóttir, formaður verkefnastjórnar rammaáætlunar, segir að það séu ekki megavöttin sem skipti máli heldur hæð og umfang vindmylla. Framleiðslugeta vindorkuvera aukist og hæð þeirra, en nýjustu vindmyllur geta verið hærri en 200 metrar. Guðrún segir að læra megi af Skotum varðandi undirbúning um hvar eigi að leyfa vindmyllur og hvar ekki. Vinnum heimavinnuna, tökum frá svæði, byggjum vindorkugarð, sjáum hvernig gengur og svo skref af skrefi.
Dalabyggð Orkumál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Snæfellsbær Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira