Pompeo bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi Kúrda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 08:57 Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. vísir/ap Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna kveðst bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi varnarsveita Kúrda í Sýrlandi eftir að Bandaríkjaher heldur á brott eins og boðað hefur verið. Þetta sagði Pompeo á blaðamannafundi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að hafa rætt símleiðis við Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands. Bandaríkjaher hefur barist við hlið kúrdískra varnarsveita gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Tyrkir hafa aftur á móti löngum litið á varnarsveitir Kúrda (People‘s Protection Units) sem hluta af Kúrdíska Verkamannaflokknum PKK og séu þar af leiðandi hryðjuverkasamtök. Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. Ákvörðun forsetans kom ekki aðeins bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu heldur einnig mörgum í hans eigin ríkisstjórn. Pompeo sagði á blaðamannafundinum að Bandaríkin viðurkenndu rétt Tyrklands til að verja landið sitt gegn hryðjuverkamönnum en bætti við að Kúrdar, sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríki íslams, verðskuldi einnig að njóta verndar. „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum atriðum en ég er bjartsýnn að við munum ná góðri niðurstöðu. “ Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna kveðst bjartsýnn á að hægt verði að tryggja öryggi varnarsveita Kúrda í Sýrlandi eftir að Bandaríkjaher heldur á brott eins og boðað hefur verið. Þetta sagði Pompeo á blaðamannafundi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir að hafa rætt símleiðis við Mevlüt Çavuşoğlu utanríkisráðherra Tyrklands. Bandaríkjaher hefur barist við hlið kúrdískra varnarsveita gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Tyrkir hafa aftur á móti löngum litið á varnarsveitir Kúrda (People‘s Protection Units) sem hluta af Kúrdíska Verkamannaflokknum PKK og séu þar af leiðandi hryðjuverkasamtök. Opinber heimsókn Pompeo er liður í ferðalagi hans um Miðausturlönd. Heimsóknum utanríkisráðherrans er ætlað að hughreysta bandamenn á svæðinu eftir að Bandaríkjaforseti tilkynnti skyndilega í síðasta mánuði að hann hygðist draga herlið sitt frá Sýralandi. Ákvörðun forsetans kom ekki aðeins bandamönnum Bandaríkjanna í opna skjöldu heldur einnig mörgum í hans eigin ríkisstjórn. Pompeo sagði á blaðamannafundinum að Bandaríkin viðurkenndu rétt Tyrklands til að verja landið sitt gegn hryðjuverkamönnum en bætti við að Kúrdar, sem hafa verið helstu bandamenn Bandaríkjanna gegn vígamönnum Ríki íslams, verðskuldi einnig að njóta verndar. „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum atriðum en ég er bjartsýnn að við munum ná góðri niðurstöðu. “
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Sjá meira
Fulltrúi forsetans í baráttunni við ISIS hættir vegna ákvörðunar Trump Brett McGurk, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum íslamska ríkinu eða ISIS, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta gerði hann í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjahers frá Sýrlandi. 22. desember 2018 16:49
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38