McVay stýrði Rams til sigurs í leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 14 ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 10:00 Leikmenn Rams fagna í nótt vísir/getty Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019 NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Los Angeles Rams vann sinn fyrsta leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar í 14 ár í nótt og mun spila um Þjóðardeildarmeistaratitilinn. Rams mætti Dallas Cowboys á heimavelli í 2. umferð, eða 8-liða úrslitum (e. Divisional Playoffs) úrslitakeppni NFL deildarinnar. C. J. Anderson skoraði síðasta snertimark Rams þegar 7 mínútur voru eftir og tryggði heimamönnum 30-22 sigur. Dallas byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta snertimarkið, þó Greg Zuerlein hafi tryggt Rams fyrstu stigin með vallarmarki og var staðan 3-7 eftir fyrsta fjórðung. January 12, 2017: Sean McVay is named head coach of the #LARams. January 12, 2019: Sean McVay receives a game ball for leading us to the NFC Championship game. pic.twitter.com/YY4fmY4ZTl — Los Angeles Rams (@RamsNFL) January 13, 2019 Í öðrum fjórðungi tóku heimamenn hins vegar öll völd og skoruðu 17 stig, sitt hvort snertimarkið frá Anderson og Todd Gurley og vallarmark frá Zuerlein. Ezekiel Elliot náði snertimarki fyrir Dallas í þriðja fjórðungnum en Dallas náði ekki að vinna upp forystu Rams og fara heimamenn í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í fyrsta skipti í 17 ár. Það kemur svo í ljós í nótt hvort það verður Philadelphia Eagles eða New Orleans Saints sem verður andstæðingur Rams þar.FINAL: The @RamsNFL defeat the Cowboys in the Divisional Round! #RamsHouse#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/8X8cWwIJkW — NFL (@NFL) January 13, 2019 Í Ameríkudeildinni mættust Kansas City Chiefs og Indianapolis Colts í Kansas. Vörn Kansas, sem hefur fengið mikla gagnrýni á tímabilinu, var frábær í leiknum og gestirnir komust ekki lönd né strönd. Það snjóaði á völlinn í Kansas en það stoppaði heimamenn ekki í að hlaupa fyrir tveimur snertimörkum í fyrsta fjórðungi. Damien Williams geðri það fyrsta strax í upphafi leiksins og Tyreek Hill bætti öðru við til að tryggja 14-0 forystu eftir fyrsta fjórðunginn. Eftir það var brekkan orðin brött fyrir Colts og hún minnkaði ekkert í öðrum fjórðungi, staðan var 7-24 í hálfleik. Liðin náðu sitt hvoru snertimarkinu í fjórða og síðasta fjórðungnum og fór Kansas með 13-31 sigur. Kansas er því enn á leiðinni í átt að leiknum eftirsótta um Ofurskálina, en þangað hefur liðið ekki komist í áratugi. Síðasta hindrunin er úrslitaleikurinn í Ameríkudeildinni og þar verður andstæðingurinn annað hvort Los Angeles Chargers eða New England Patriots.FINAL: The @Chiefs defeat the Colts in the Divisional Round! #LetsRoll#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/pP1w53Qzwi — NFL (@NFL) January 13, 2019
NFL Tengdar fréttir Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Svona er úrslitakeppni NFL-deildarinnar 2019 Lokaumferð deildarkeppninnar í NFL fór fram á sunnudagskvöld. Tólf lið komust áfram í úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. 1. janúar 2019 22:30