Sérfræðingurinn: Baráttan og leikgleðin þjóðinni til sóma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2019 20:34 Gísli Þorgeir Kristjánsson átti góða innkomu í íslenska liðið vísir/getty Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hrósaði íslenska liðinu fyrir baráttu og vilja þrátt fyrir sjö marka tap gegn Spánverjum í öðrum leik Íslands á HM 2019 í handbolta. Sebastian sagði íslenska liðið skrefinu á eftir bestu liðum heims eins og staðan er í dag. „Það er margt rosalega jákvætt en margt sem má setja út á. Það má ekki gleyma því að liðið er rosalega ungt og það örlaði svolítið á óþolinmæði í sóknarleiknum og ákveðið reynsluleysi kannski í sóknarleiknum líka,“ sagði Sebastian. „En við erum með eitt yngsta liðið á mótinu. Staðreyndin og „bottom line“ er einfaldlega það að við erum einu skrefi á eftir bestu liðum heims. En eftir svona tvö, þrjú ár þá verðum við klárlega í toppbaráttu segi ég.“ „Mér fannst vanta svolítið upp á þolinmæði í sóknarleiknum. Oft á tíðum var verið að taka fyrsta mögulega séns til þess að slútta sóknunum í stað þess að leita að betra tækifæri, en það er kannski í stíl við lífaldur leikmanna,“ sagði Sebastian. Langt á milli í vörninniGuðmundur Guðmundsson er að mati sérfræðingsins einn besti þjálfari heims, en þó er Sebastian ekki alveg sammála varnarleiðunum sem Guðmundur fór í í þessum leik. „Mér fannst rosalega langt á milli manna og set spurningamerki við hvort við eigum að vera svona rosalega framarlega. Spánverjarnir voru klókir og nýttu sér það.“Varnarleikurinn var vandamál að mati sérfræðingsinsvísir/getty„Þeir spiluðu ævintýralega langar sóknir og að lokum þá gaf sig náttúrulega eitthvað. Mér finnst of langt á milli manna til þess að það komi einhver góð hjálparvörn. En svo komu varnir inn á milli þar sem við vorum geggjaðir.“ Spánverjarnir refsuðu grimmt þegar Ísland tapaði boltanum og fengum við hraðaupphlaupsmark í andlitið fyrir flesta, ef ekki alla, tapaða bolta í leiknum. „Við erum með einhverja 11 tapaða bolta á móti 5-6, það var vitað fyrir leik að Spánverjar refsa gríðarlega vel fyrir hver mistök og þar af leiðandi hefðum við mátt vera aðeins skynsamari í sóknarleiknum. En á móti kemur að stundum er það að hlaupa heim spurning um viljamóment. Bjöggi kastaði einu sinni frábærlega fram en þeir náðu boltanum samt, að vera tilbúin að hlaupa heim. „En þegar þú færð mark á þig í nánast hverri einustu sókn þá er erfitt að keyra hraðaupphlaup.“ Ólafur og Gísli sterkir í sókninniEn það var þó alls ekki allt neikvætt í leiknum. Hverjir stóðu upp úr að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Ólafur Guðmundsson góður á meðan hann spilaði, sóknarlega. Gísli Þorgeir kom inn á með mikinn kraft og ferskleika í sóknarleikinn. Erfitt að taka eitthvað út varnarlega, en mér fannst markverðirnir sleppa sómasamlega frá sínu.“Ólafur Guðmundsson átti góðan leikvísir/getty„Ég hef verið duglegur að gagnrýna markvörslu en ég hef mikla samúð með þeim í þessum leik. Ég ætla nú bara að segja það, en þótt svo að Guðmundur sé einn af þremur bestu ef ekki besti þjálfari í heiminum í dag, þá bara með fullri virðingu fyrir honum þá veit hann ekkert hvernig er að vera markmaður.“ „Ég finn bara pínulítið til með þeim. Nánast undantekningarlaust þegar það kemur skot utan af velli þá þurfa þeir að verja allt markið. Þeir hafa ekkert til að vinna út frá, það er rosalega mikið af opnum færum og hrikalega erfitt að ætlast til þess að þeir detti í einhvern takt með varnarleikinn eins og hann er í dag.“ Bjöggi á að vera í stutterma„Það var gaman að sjá Bjögga, langt síðan ég hef séð hann svona sprækan. Mér finnst ég hafa „spottað“ málið, það á að banna honum að spila í síðerma peysum. Hann er núna hann sjálfur í stutterma bol. Mér finnst það geggjað.“Björgvin Páll á að sýna á sér handleggina, þá fer að ganga velvísir/getty„Þar fyrir utan þá finnst mér baráttan til fyrirmyndar, mikil barátta og leikgleði og stolt í strákunum.“ „Þessir tveir fyrstu leikir á móti tveimur bestu liðum heims, við erum einu skrefi á eftir en mér fannst þeir til fyrirmyndar og þeir eru þjóðinni til sóma með hvernig þeir eru að nálgast leikina.“ „Þegar þessar kynslóðir Króata og Spánverja og fleiri byrja að fara í endurnýjun þá verðum við komnir skrefinu á undan.“ Eftir þessa tvo erfiðu leiki kemur kannski samt enn erfiðara verkefni eftir minna en sólarhring. Þá mætir liðið Barein, leik sem íslenska liðið á að vinna og þarf að vinna ætli það sér áfram í mótinu. Það er annað og öðruvísi verkefni að gíra sig upp í þann leik. „Það er ekkert mál að gíra sig í leiki á móti Króatíu og Spáni. Ég veit að Gummi er snillingur í að halda mönnum á jörðinni en nú koma þrír leikir þar sem reynir svolítið á andlegu hliðina.“ „Með frammistöðu eins og við erum búnir að sýna í fyrstu leikjunum þá eigum við að vinna næstu þrjá.“ HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, hrósaði íslenska liðinu fyrir baráttu og vilja þrátt fyrir sjö marka tap gegn Spánverjum í öðrum leik Íslands á HM 2019 í handbolta. Sebastian sagði íslenska liðið skrefinu á eftir bestu liðum heims eins og staðan er í dag. „Það er margt rosalega jákvætt en margt sem má setja út á. Það má ekki gleyma því að liðið er rosalega ungt og það örlaði svolítið á óþolinmæði í sóknarleiknum og ákveðið reynsluleysi kannski í sóknarleiknum líka,“ sagði Sebastian. „En við erum með eitt yngsta liðið á mótinu. Staðreyndin og „bottom line“ er einfaldlega það að við erum einu skrefi á eftir bestu liðum heims. En eftir svona tvö, þrjú ár þá verðum við klárlega í toppbaráttu segi ég.“ „Mér fannst vanta svolítið upp á þolinmæði í sóknarleiknum. Oft á tíðum var verið að taka fyrsta mögulega séns til þess að slútta sóknunum í stað þess að leita að betra tækifæri, en það er kannski í stíl við lífaldur leikmanna,“ sagði Sebastian. Langt á milli í vörninniGuðmundur Guðmundsson er að mati sérfræðingsins einn besti þjálfari heims, en þó er Sebastian ekki alveg sammála varnarleiðunum sem Guðmundur fór í í þessum leik. „Mér fannst rosalega langt á milli manna og set spurningamerki við hvort við eigum að vera svona rosalega framarlega. Spánverjarnir voru klókir og nýttu sér það.“Varnarleikurinn var vandamál að mati sérfræðingsinsvísir/getty„Þeir spiluðu ævintýralega langar sóknir og að lokum þá gaf sig náttúrulega eitthvað. Mér finnst of langt á milli manna til þess að það komi einhver góð hjálparvörn. En svo komu varnir inn á milli þar sem við vorum geggjaðir.“ Spánverjarnir refsuðu grimmt þegar Ísland tapaði boltanum og fengum við hraðaupphlaupsmark í andlitið fyrir flesta, ef ekki alla, tapaða bolta í leiknum. „Við erum með einhverja 11 tapaða bolta á móti 5-6, það var vitað fyrir leik að Spánverjar refsa gríðarlega vel fyrir hver mistök og þar af leiðandi hefðum við mátt vera aðeins skynsamari í sóknarleiknum. En á móti kemur að stundum er það að hlaupa heim spurning um viljamóment. Bjöggi kastaði einu sinni frábærlega fram en þeir náðu boltanum samt, að vera tilbúin að hlaupa heim. „En þegar þú færð mark á þig í nánast hverri einustu sókn þá er erfitt að keyra hraðaupphlaup.“ Ólafur og Gísli sterkir í sókninniEn það var þó alls ekki allt neikvætt í leiknum. Hverjir stóðu upp úr að mati sérfræðingsins? „Mér fannst Ólafur Guðmundsson góður á meðan hann spilaði, sóknarlega. Gísli Þorgeir kom inn á með mikinn kraft og ferskleika í sóknarleikinn. Erfitt að taka eitthvað út varnarlega, en mér fannst markverðirnir sleppa sómasamlega frá sínu.“Ólafur Guðmundsson átti góðan leikvísir/getty„Ég hef verið duglegur að gagnrýna markvörslu en ég hef mikla samúð með þeim í þessum leik. Ég ætla nú bara að segja það, en þótt svo að Guðmundur sé einn af þremur bestu ef ekki besti þjálfari í heiminum í dag, þá bara með fullri virðingu fyrir honum þá veit hann ekkert hvernig er að vera markmaður.“ „Ég finn bara pínulítið til með þeim. Nánast undantekningarlaust þegar það kemur skot utan af velli þá þurfa þeir að verja allt markið. Þeir hafa ekkert til að vinna út frá, það er rosalega mikið af opnum færum og hrikalega erfitt að ætlast til þess að þeir detti í einhvern takt með varnarleikinn eins og hann er í dag.“ Bjöggi á að vera í stutterma„Það var gaman að sjá Bjögga, langt síðan ég hef séð hann svona sprækan. Mér finnst ég hafa „spottað“ málið, það á að banna honum að spila í síðerma peysum. Hann er núna hann sjálfur í stutterma bol. Mér finnst það geggjað.“Björgvin Páll á að sýna á sér handleggina, þá fer að ganga velvísir/getty„Þar fyrir utan þá finnst mér baráttan til fyrirmyndar, mikil barátta og leikgleði og stolt í strákunum.“ „Þessir tveir fyrstu leikir á móti tveimur bestu liðum heims, við erum einu skrefi á eftir en mér fannst þeir til fyrirmyndar og þeir eru þjóðinni til sóma með hvernig þeir eru að nálgast leikina.“ „Þegar þessar kynslóðir Króata og Spánverja og fleiri byrja að fara í endurnýjun þá verðum við komnir skrefinu á undan.“ Eftir þessa tvo erfiðu leiki kemur kannski samt enn erfiðara verkefni eftir minna en sólarhring. Þá mætir liðið Barein, leik sem íslenska liðið á að vinna og þarf að vinna ætli það sér áfram í mótinu. Það er annað og öðruvísi verkefni að gíra sig upp í þann leik. „Það er ekkert mál að gíra sig í leiki á móti Króatíu og Spáni. Ég veit að Gummi er snillingur í að halda mönnum á jörðinni en nú koma þrír leikir þar sem reynir svolítið á andlegu hliðina.“ „Með frammistöðu eins og við erum búnir að sýna í fyrstu leikjunum þá eigum við að vinna næstu þrjá.“
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23 Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Topparnir í tölfræðinni á móti Spánverjum: Elvar Örn og Daníel með 19 stopp saman Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með sjö marka mun á móti Spáni, 25-32, í öðrum leik sínum á HM 2019 og hefur þar með tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu. 13. janúar 2019 19:51
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Ólafur Guðmundsson bestur Vísir fer yfir frammistöðu allra strákana okkar í handboltalandsliðinu í leiknum á móti Spánverjum á HM í handbolta. 13. janúar 2019 20:23
Twitter eftir leikinn gegn Spánverjum: Hvenær kemur skotklukkan? Ísland beið lægri hlut gegn Spánverjum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Munchen í dag en leiknum er nýlokið. Spánverjar leiddu frá upphafi og unnu að lokum 7 marka sigur, 32-25. 13. janúar 2019 20:00