Meistararnir úr leik þrátt fyrir draumabyrjun: Brady og Brees fóru áfram með sín lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 08:30 Tom Brady er einu skrefi nær sjötta meistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer New Orleans Saints og New England Patriots tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en þau gerðu það vissulega með mjög ólíkum hætti. New England Patriots rúllaði upp liði Los Angeles Charges 41-28 en New Orleans Saints þurfti að koma til baka á móti meisturum Philadelphia Eagles eftir martraðarbyrjun og vann á endanum 20-14. Nú eru bara fjögur lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lið Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams komust áfram á laugardaginn. Kansas City Chiefs og New England Patriots mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast New Orleans Saints og Los Angeles Rams.FINAL: The @Patriots defeat the Chargers in the Divisional Round! #NFLPlayoffs#EverythingWeGot (by @Lexus) pic.twitter.com/ZbkDr7HL1T — NFL (@NFL) January 13, 2019Sigur New England Patriots var eiginlega aldrei í hættu eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem Tom Brady og félagar skoruðu snertimörk í fimm af fyrstu sex sóknum sínum og voru komnir með 35-7 forystu í hálfleik. Patriots komst með þessum sigri í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar áttunda árið í röð sem er magnað afrek. Leikstjórnandinn Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick eru þar með að fara í þrettánda úrslitaleikinn í Ameríkudeildinni en þeir eru að elta sjötta meistaratitilinn sinn. Nýliðinn og hlauparinn Sony Michel skoraði þrjú snertimörk fyrir New England Patriots í leiknum en hin snertimörkin skoruðu Phillip Dorsett og Rex Burkhead.SONY x 2@flyguy2stackz scores his second TD to give the @Patriots the lead! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs : #LACvsNE on CBS pic.twitter.com/jnILE89ykQ — NFL (@NFL) January 13, 2019 Patriots vann þar með alla níu heimaleiki sína á tímabilinu en nú þarf liðið að vinna á útivelli ætli það að ná í titilinn í ár. Það hefur ekki gengið nærri því eins vel í vetur.FINAL: The @Saints defeat the Eagles in the Divisional Round! #HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/AmHgD4yGFn — NFL (@NFL) January 14, 2019Það gekk allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá New Orleans Saints þrátt fyrir að liðið væri á heimavelli og mun sigurstranglegra en lið Philadelphia Eagles. NFL-meistarar Philadelphia Eagles rétt skriðu inn í úrslitakeppnina og slógu síðan Chicago Bears út um síðustu helgi. Það stefndi því í nýtt ævintýri hjá Örnunum þegar liðið komst í 14-0 í upphafi leiks. Einn öruggasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Drew Brees, kastaði boltanum frá sér í fyrsta kasti leiksins og heimamenn komust ekkert áfram gegn vörn Philadelphia Eagles. New Orleans Saints liðið hrökk hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleik og tókst að minnka muninn í 14-10 fyrir hálfleik. Liðið byggði síðan ofan á það í seinni hálfleiknum og tókst að landa sigri. Útherjinn Alshon Jeffery hjá Eagles fór reyndar illa með góða sendingu Nick Foles á lokamínútunum og úr varð tapaður bolti þegar allt stefndi í að Eagles væri að fara að skora. Saint slapp með skrekkinn og tókst að tryggja sér sigurinn. Drew Brees átti tvær snertimarkssendingar og varnarmaðurinn Marcus Lattimore komst inn í tvær sendingar frá leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Útherjinn Michael Thomas átti frábæran leik í liði New Orleans Saint en hann skoraði eitt snertimark og greip alls tólf sendingar frá Drew Brees.12 catches, 171 yards and a TD. Every @Cantguardmike catch from the Divisional Round! #NFLPlayoffs#HomeInTheDomepic.twitter.com/uFkr4HTrQq — NFL (@NFL) January 14, 2019Nick Foles hafði leitt Philadelphia Eagles liðið til sigurs í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppninni en nú var lukkubankinn tæmdur og Ernirnir ná því ekki að verja titilinn í ár. Úrslitaleikir deildanna fara fram á sunnudaginn kemur."Not done yet!" - @Cantguardmike#HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/tYES6kQmP1 — NFL (@NFL) January 14, 2019 NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira
New Orleans Saints og New England Patriots tryggðu sér í nótt sæti í úrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en þau gerðu það vissulega með mjög ólíkum hætti. New England Patriots rúllaði upp liði Los Angeles Charges 41-28 en New Orleans Saints þurfti að koma til baka á móti meisturum Philadelphia Eagles eftir martraðarbyrjun og vann á endanum 20-14. Nú eru bara fjögur lið eftir í úrslitakeppni NFL-deildarinnar en lið Kansas City Chiefs og Los Angeles Rams komust áfram á laugardaginn. Kansas City Chiefs og New England Patriots mætast í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast New Orleans Saints og Los Angeles Rams.FINAL: The @Patriots defeat the Chargers in the Divisional Round! #NFLPlayoffs#EverythingWeGot (by @Lexus) pic.twitter.com/ZbkDr7HL1T — NFL (@NFL) January 13, 2019Sigur New England Patriots var eiginlega aldrei í hættu eftir ótrúlegan fyrri hálfleik þar sem Tom Brady og félagar skoruðu snertimörk í fimm af fyrstu sex sóknum sínum og voru komnir með 35-7 forystu í hálfleik. Patriots komst með þessum sigri í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar áttunda árið í röð sem er magnað afrek. Leikstjórnandinn Tom Brady og þjálfarinn Bill Belichick eru þar með að fara í þrettánda úrslitaleikinn í Ameríkudeildinni en þeir eru að elta sjötta meistaratitilinn sinn. Nýliðinn og hlauparinn Sony Michel skoraði þrjú snertimörk fyrir New England Patriots í leiknum en hin snertimörkin skoruðu Phillip Dorsett og Rex Burkhead.SONY x 2@flyguy2stackz scores his second TD to give the @Patriots the lead! #EverythingWeGot#NFLPlayoffs : #LACvsNE on CBS pic.twitter.com/jnILE89ykQ — NFL (@NFL) January 13, 2019 Patriots vann þar með alla níu heimaleiki sína á tímabilinu en nú þarf liðið að vinna á útivelli ætli það að ná í titilinn í ár. Það hefur ekki gengið nærri því eins vel í vetur.FINAL: The @Saints defeat the Eagles in the Divisional Round! #HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/AmHgD4yGFn — NFL (@NFL) January 14, 2019Það gekk allt á afturfótunum í upphafi leiks hjá New Orleans Saints þrátt fyrir að liðið væri á heimavelli og mun sigurstranglegra en lið Philadelphia Eagles. NFL-meistarar Philadelphia Eagles rétt skriðu inn í úrslitakeppnina og slógu síðan Chicago Bears út um síðustu helgi. Það stefndi því í nýtt ævintýri hjá Örnunum þegar liðið komst í 14-0 í upphafi leiks. Einn öruggasti leikstjórnandi NFL-deildarinnar, Drew Brees, kastaði boltanum frá sér í fyrsta kasti leiksins og heimamenn komust ekkert áfram gegn vörn Philadelphia Eagles. New Orleans Saints liðið hrökk hinsvegar í gang rétt fyrir hálfleik og tókst að minnka muninn í 14-10 fyrir hálfleik. Liðið byggði síðan ofan á það í seinni hálfleiknum og tókst að landa sigri. Útherjinn Alshon Jeffery hjá Eagles fór reyndar illa með góða sendingu Nick Foles á lokamínútunum og úr varð tapaður bolti þegar allt stefndi í að Eagles væri að fara að skora. Saint slapp með skrekkinn og tókst að tryggja sér sigurinn. Drew Brees átti tvær snertimarkssendingar og varnarmaðurinn Marcus Lattimore komst inn í tvær sendingar frá leikstjórnanda Philadelphia Eagles, Nick Foles. Útherjinn Michael Thomas átti frábæran leik í liði New Orleans Saint en hann skoraði eitt snertimark og greip alls tólf sendingar frá Drew Brees.12 catches, 171 yards and a TD. Every @Cantguardmike catch from the Divisional Round! #NFLPlayoffs#HomeInTheDomepic.twitter.com/uFkr4HTrQq — NFL (@NFL) January 14, 2019Nick Foles hafði leitt Philadelphia Eagles liðið til sigurs í fjórum leikjum í röð í úrslitakeppninni en nú var lukkubankinn tæmdur og Ernirnir ná því ekki að verja titilinn í ár. Úrslitaleikir deildanna fara fram á sunnudaginn kemur."Not done yet!" - @Cantguardmike#HomeInTheDome#NFLPlayoffspic.twitter.com/tYES6kQmP1 — NFL (@NFL) January 14, 2019
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Sjá meira