Sport

Brady: Halda allir að við séum lélegir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady í viðtalinu í gær.
Brady í viðtalinu í gær. vísir/getty
Hinn 41 árs gamli leikstjórnandi New England Patriots, Tom Brady, er kominn með sitt lið í úrslit Ameríkudeildarinnar áttunda árið í röð.

Brady og félagar afgreiddu LA Chargers með stæl í gær en leik var í raun lokið í hálfleik. Brady mætti í mjög áhugavert viðtal eftir leik.

„Leikurinn gegn Kansas um næstu helgi verður flottur leikur enda eru þeir með gott lið. Ég veit að allir halda að við séum lélegir og getum ekki unnið leiki þannig að við verðum að sjá hvað gerist. Þetta verður gaman,“ sagði Brady en gaman væri að vita hver sé að mata hann á þessu bulli enda ávallt borin mikil virðing fyrir Patriots.





Brady kláraði 34 af 44 sendingum sínum í gær fyrir 343 jördum og einu snertimarki. Hann er ekkert að gefa eftir.

Liðið var 11-5 á tímabilinu og Brady hefur unnið Super Bowl fimm sinnum. Það er enginn að tala slíka menn niður.

NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×