Sport

Ekki eins auðvelt að sparka yfir 40 jarda og áhorfendur héldu | Myndbönd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Parkey var niðurbrotinn eftir klúðrið.
Parkey var niðurbrotinn eftir klúðrið. vísir/getty
Stuðningsmenn Chicago Bears fengu tækifæri til þess að gera það sem sparkara liðsins, Cody Parkey, tókst ekki að gera. Að sparka 43 jarda vallarmark.

Parkey klúðraði sparkinu á ögurstundu í leiknum gegn Philadelphia Eagles og Bears féll úr leik. Spark Parkey fór í báðar slárnar og svo út. Við nánari athugun kom í ljós að varnarmaður Philadelphia náði þess utan að slæma hönd í boltann.

Það var erfiður dagur fyrir stuðningsmenn Bears og margir kenndu Parkey um að lífi þeirra væri nánast lokið. Slík voru vonbrigðin.

Bjórframleiðandinn Goose Island ákvað að bjóða stuðningsmönnum Bears í heimsókn og leyfa þeim að reyna við 43 jarda spark. Það voru líka verðlaun í boði.

Þeir sem hittu af þessu færi fengu miða á leik á næsta ári með öllu inniföldu. Það gaf þeim líka tækifæri til þess að reyna sig við 65 jarda spark og fá þannig miða á Super Bowl.

Það er skemmst frá því að segja að ekki einn einasti maður var nálægt því að drífa á markið í snjónum í Chicago. Tilþrifin aftur á móti stórkostleg eins og sjá má hér að neðan.





 



 



 



 



 



NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×