Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkir úttekt á kostnaði við Fiskiðjuna Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 18:15 Fulltrúar H-listans, Fyrir Heimaey, og Eyjalistans voru samþykkir en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins greiddi atkvæði gegn tillögunni. Eyjar.net Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir. Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í dag að fela KMPG, sem endurskoðar reikninga bæjarins, að gera heildarúttekt á áætluðum kostnaði og heildarkostnaði vegna framkvæmda við Fiskiðjuna á árunum 2015 til 2018. Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að kostnaðaráætlun vegna framkvæmda utanhúss við Fiskiðjuna sem lögð var fyrir framkvæmda- og hafnarráð 15. júlí 2015 hafi numið rúmum 167 milljónum króna. Ljóst sé að heildarkostnaður vegna einstakra verkþátta framkvæmda er töluvert hærri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.Óábyrgar yfirlýsingar formanns bæjarráðs Trausti Hjaltason, Sjálfstæðisflokki, bókaði að framúrkeyrslan skýrist af því að klæða hafi þurft suðurhlið hússins ásamt því sem förgun á sorpi sem var inni í húsinu hafi verið töluvert meiri en áætlað var. Ekki hafi verið hægt að komast hjá þessum atriðum. „Það verður hins vegar að teljast í besta falli óábyrgt af formanni bæjarráðs að fara í fjölmiðla með stórar yfirlýsingar tengdum fréttaflutningi af framkvæmdunum og að leita ekki fyrst skýringa og fá réttar tölur og ástæður fyrir framúrkeyrslunni, slíkt ætti að vera auðsótt fyrir formann bæjarráðs,“ segir Trausti Hjaltason í bókun bæjarráðs. Í annarri bókun Trausta kemur fram að bókfærður kostnaður nýframkvæmda hússins er í dag um 326 milljónir króna.Upplýsingar um kostnað séu aðgengilegar Í bókun meirihluta bæjarráðs E- og H-lista er ítrekað mikilvægi vandaðra áætlana. „Gegnsæi upplýsinga er hornsteinn virks lýðræðis og í flókinni framkvæmd líkt og í Fiskiðjunni er mikilvægt að upplýsingar um kostnað opinberrar framkvæmdar sé opinn og aðgengilegur með skýrum hætti,“ segir ennfremur í bókun meirihlutans sem Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, og Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, varaformaður ráðsins, skrifa undir.
Skipulag Vestmannaeyjar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira