Erlent

Örvæntingarfull leit að hinum tveggja ára Julen

Atli Ísleifsson skrifar
Aðstæður til leitar eru mjög erfiðar.
Aðstæður til leitar eru mjög erfiðar. EPA/slökkviliðið í Malaga
Fjölmennt björgunarlið vinnur nú að því myrkranna á milli að reyna að bjarga hinum tveggja ára Julen sem féll ofan í um 150 metra brunn á Spáni á sunnudag.

Óljóst er hvort drengurinn sé enn á lífi, en sælgætispoki og drykkjarmál drengsins hafa fundist á um 78 metra dýpi. Drengurinn var í lautarferð með fjölskyldu sinni í Totalán, fyrir utan Malaga í suðurhluta landsins, þegar drengurinn féll ofan í brunninn.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að fjölskyldan hafi verið að ganga yfir kjarri vaxið svæði þegar drengurinn féll ofan í brunninn beint fyrir framan augu föður síns.

Foreldrarnir segjast hafa heyrt í drengnum grátandi fyrstu klukkustundirnar. Ekki liggur fyrir á hvaða dýpi drengurinn er núna og er óljóst hvort að vatn sé að finna á botni brunnsins.

Talsmaður björgunarliðs segir að jarðvegur í kringum brunninn hafi farið að falla saman sem hafi torveldað allt björgunarstarf.

EPA/DANIEL PEREZ

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×