Trump ræddi ítrekað um að draga Bandaríkin úr NATO Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 10:52 Embættismenn telja það eina af grundvallarskoðunum Trump forseta að vilja segja skilið við NATO. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti viðraði ítrekað þá skoðun sína við aðstoðarmenn sína að hann vildi draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og háttsettir embættismenn óttast að hann gæti enn látið verða af því. Mikið hefur verið fjallað um meint Rússlandstengsl forsetans undanfarna daga en brestir í NATO-samstarfinu eru sagðir ein helsti draumur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum að fyrst þegar Trump nefndi að hætta í NATO hafi þeir ekki verið vissir um hvort honum væri alvara. Hann tók málið hins vegar ítrekað upp við helstu þjóðaröryggisráðgjafa sína í fyrra. Þannig sagði Trump þeim að hann sæi engan tilgang með hernaðarbandalaginu sem hann teldi bagga á Bandaríkjunum í kringum leiðtogafund NATO í Brussel síðasta sumar. Aðstoðarmenn hans eru sagðir hafa reynt sitt besta á bak við tjöldin til þess að hótunin hleypti fundinum ekki í bál og brand. Trump hefur ítrekað gagnrýnt aðildarríki NATO fyrir að eyða ekki nægilega háu hlutfalli af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Hann hefur hótað því að Bandaríkin gætu „farið eigin leið“ bæti þau ekki í.Sundrun NATO eitt helsta markmið Pútín Vestrænir þjóðaröryggissérfræðingar telja að Rússar hafi einbeitt sér að því að grafa undan samstöðu Bandaríkjanna og Evrópu eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Markmiðið sé að kippa fótunum undan NATO. James G. Stavridis, fyrrverandi aðmíráll og yfirmaður sameiginlegra hersveita NATO, segir New York Times að ef Bandaríkin drægju sig frá bandalaginu væru það „alþjóðastjórnmálaleg mistök af sögulegri stærðargráðu“. „Jafnvel að ræða hugmyndina um að yfirgefa NATO, hvað þá að gera það í raun og veru, væri gjöf aldarinnar til Pútín,“ segir Stavridis. Frétt blaðsins kemur fast á hæla umfjöllunar þess og Washington Post um möguleg tengsl við rússnesk stjórnvöld. Þannig sagði New York Times frá því á dögunum að alríkislögreglan FBI hafi talið ástæðu til að hefja leyniþjónusturannsókn á því að hvort að Trump gengi erindi Rússa sem forseti. Washington Post sagði frá því um helgina að Trump hefði gengið langt í að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans og Pútín síðustu tvö árin væru aðgengilegar. Hann hefði til dæmis lagt hald á minnispunkta túlks sem sat fund þeirra í Hamborg árið 2017. Þá hefur verið bent á að Trump hefur trekk í trekk endurómað sjónarmið sem rússnesk stjórnvöld hafa haldið uppi. Bandaríkjaforseti hefur sagt að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga, hafnað því að þeir hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og nú síðast að Sovétríkin hafi gert rétt með því að ráðast inn í Afganistan á 8. áratugnum. Ákvörðun forsetans um að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi er einnig sögð spila beint upp í hendurnar á Rússum.Áhyggjur evrópskra og bandarískra embættismanna um framtíð NATO hafa vaxið eftir að Jim Mattis hætti sem varnarmálaráðherra í desember. Hann er einarður stuðningsmaður bandalagsins.EPA/JIM LO SCALZOSvipað og hugmynd Trump um að taka olíu Íraka Embættismennirnir sem ræddu við New York Times um hugmyndir Trump um útgöngu úr NATO gerðu það gegn nafnleynd. Þeir segjast telja að sú hugmynd sé inngróin í forsetanum. Hún sé af sama meiði og vilji hans til að leggja hald á olíu Íraka. Þrátt fyrir að embættismenn hafi ítrekað útskýrt fyrir forsetanum hvers vegna Bandaríkin geti ekki einfaldlega tekið olíuna veki hann máls á því á nokkurra mánaða fresti. Ef Trump tæki skrefið og reyndi að segja Bandaríkin frá NATO er talið líklegt að Bandaríkjaþing skærist í leikinn. Þó að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi verið tilbúnir að fylgja forsetanum í flestum málum fram að þessu hafa þeir þó ítrekað sett ofan í við hann í málum sem tengjast Rússlandi, ekki síst varðandi refsiaðgerðir. Tilkynna þyrftu um úrsögn úr NATO með árs fyrirvara. Yfirlýsing frá Trump um að hann vildi úr NATO er þó sögð myndu draga verulegan mátt úr bandalaginu. Bandamenn Bandaríkjanna eru þegar sagðir óvissir um hvort að Trump myndi skipa hermönnum að koma þeim til varnar ef Rússar réðust inn. Hvíta húsið vísaði til ummæla Trump frá því í júlí þegar hann sagði að skuldbinding Bandaríkjanna við NATO væri „mjög sterk“ og að bandalagið væri „mjög mikilvægt“. Bandaríkin Donald Trump Evrópa NATO Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59 FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti viðraði ítrekað þá skoðun sína við aðstoðarmenn sína að hann vildi draga Bandaríkin út úr Atlantshafsbandalaginu (NATO) og háttsettir embættismenn óttast að hann gæti enn látið verða af því. Mikið hefur verið fjallað um meint Rússlandstengsl forsetans undanfarna daga en brestir í NATO-samstarfinu eru sagðir ein helsti draumur Vladímírs Pútín Rússlandsforseta.New York Times hefur eftir háttsettum embættismönnum í Bandaríkjunum að fyrst þegar Trump nefndi að hætta í NATO hafi þeir ekki verið vissir um hvort honum væri alvara. Hann tók málið hins vegar ítrekað upp við helstu þjóðaröryggisráðgjafa sína í fyrra. Þannig sagði Trump þeim að hann sæi engan tilgang með hernaðarbandalaginu sem hann teldi bagga á Bandaríkjunum í kringum leiðtogafund NATO í Brussel síðasta sumar. Aðstoðarmenn hans eru sagðir hafa reynt sitt besta á bak við tjöldin til þess að hótunin hleypti fundinum ekki í bál og brand. Trump hefur ítrekað gagnrýnt aðildarríki NATO fyrir að eyða ekki nægilega háu hlutfalli af landsframleiðslu sinni í varnarmál. Hann hefur hótað því að Bandaríkin gætu „farið eigin leið“ bæti þau ekki í.Sundrun NATO eitt helsta markmið Pútín Vestrænir þjóðaröryggissérfræðingar telja að Rússar hafi einbeitt sér að því að grafa undan samstöðu Bandaríkjanna og Evrópu eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Markmiðið sé að kippa fótunum undan NATO. James G. Stavridis, fyrrverandi aðmíráll og yfirmaður sameiginlegra hersveita NATO, segir New York Times að ef Bandaríkin drægju sig frá bandalaginu væru það „alþjóðastjórnmálaleg mistök af sögulegri stærðargráðu“. „Jafnvel að ræða hugmyndina um að yfirgefa NATO, hvað þá að gera það í raun og veru, væri gjöf aldarinnar til Pútín,“ segir Stavridis. Frétt blaðsins kemur fast á hæla umfjöllunar þess og Washington Post um möguleg tengsl við rússnesk stjórnvöld. Þannig sagði New York Times frá því á dögunum að alríkislögreglan FBI hafi talið ástæðu til að hefja leyniþjónusturannsókn á því að hvort að Trump gengi erindi Rússa sem forseti. Washington Post sagði frá því um helgina að Trump hefði gengið langt í að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans og Pútín síðustu tvö árin væru aðgengilegar. Hann hefði til dæmis lagt hald á minnispunkta túlks sem sat fund þeirra í Hamborg árið 2017. Þá hefur verið bent á að Trump hefur trekk í trekk endurómað sjónarmið sem rússnesk stjórnvöld hafa haldið uppi. Bandaríkjaforseti hefur sagt að Rússar hafi átt rétt á að innlima Krímskaga, hafnað því að þeir hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og nú síðast að Sovétríkin hafi gert rétt með því að ráðast inn í Afganistan á 8. áratugnum. Ákvörðun forsetans um að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi er einnig sögð spila beint upp í hendurnar á Rússum.Áhyggjur evrópskra og bandarískra embættismanna um framtíð NATO hafa vaxið eftir að Jim Mattis hætti sem varnarmálaráðherra í desember. Hann er einarður stuðningsmaður bandalagsins.EPA/JIM LO SCALZOSvipað og hugmynd Trump um að taka olíu Íraka Embættismennirnir sem ræddu við New York Times um hugmyndir Trump um útgöngu úr NATO gerðu það gegn nafnleynd. Þeir segjast telja að sú hugmynd sé inngróin í forsetanum. Hún sé af sama meiði og vilji hans til að leggja hald á olíu Íraka. Þrátt fyrir að embættismenn hafi ítrekað útskýrt fyrir forsetanum hvers vegna Bandaríkin geti ekki einfaldlega tekið olíuna veki hann máls á því á nokkurra mánaða fresti. Ef Trump tæki skrefið og reyndi að segja Bandaríkin frá NATO er talið líklegt að Bandaríkjaþing skærist í leikinn. Þó að þingmenn Repúblikanaflokksins hafi verið tilbúnir að fylgja forsetanum í flestum málum fram að þessu hafa þeir þó ítrekað sett ofan í við hann í málum sem tengjast Rússlandi, ekki síst varðandi refsiaðgerðir. Tilkynna þyrftu um úrsögn úr NATO með árs fyrirvara. Yfirlýsing frá Trump um að hann vildi úr NATO er þó sögð myndu draga verulegan mátt úr bandalaginu. Bandamenn Bandaríkjanna eru þegar sagðir óvissir um hvort að Trump myndi skipa hermönnum að koma þeim til varnar ef Rússar réðust inn. Hvíta húsið vísaði til ummæla Trump frá því í júlí þegar hann sagði að skuldbinding Bandaríkjanna við NATO væri „mjög sterk“ og að bandalagið væri „mjög mikilvægt“.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa NATO Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59 FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Erlent Fleiri fréttir Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Sjá meira
Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Neitun forsetans kemur í kjölfar frétta um að FBI hafi byrjað á leyniþjónusturannsókn á hvort að hann væri undir áhrifum Rússa. 14. janúar 2019 16:59
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53