Erlent

Al-Shabab lýsir yfir ábyrgð á mannskæðri árás í Kenía

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir öryggissveita Kenía ráðast gegn vígamönnum al-Shabab.
Meðlimir öryggissveita Kenía ráðast gegn vígamönnum al-Shabab. AP/Ben Curtis
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab gerðu mannskæða árás á hótel í Nairobi, höfuðborg Kenía, í dag. Árásin hófst á því að þrjár byggingar voru sprengdar fyrir utan hótelið og vígamaður sprengdi sig í loft upp í anddyri hótelsins. Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir, þegar þetta er skrifað.

Aðrir vígamenn réðust svo til atlögu á hótelið en ekki liggur fyrir hve margir þeir voru. Þá standa átök enn yfir, samkvæmt BBC. Hótelið DusitD2 er staðsett skammt frá fjármálahverfi Nairobi.



Joseph Boinnet, yfirmaður lögreglunnar í Kenía, segir ekki hægt að segja til um hve margir eru látnir en vitni segja fjölda líka hafa verið sýnileg á vettvangi árásarinnar.

Al-Shabab, sem rekja má til Sómalíu, hafa gert aðrar árásir í Kenía og má þar helst nefna árásina á Westgate verslunarmiðstöðina árið 2013. Þá féllu 67 manns. Þá drápu vígamenn hryðjuversamtakanna 150 námsmenn við háskóla árið 2015. Eins og árið 2013 beinist árás hryðjuverkasamtakanna sérstaklega gegn efnuðum íbúum Kenía og erlendum íbúum.

Kenía sendi hermenn til Sómalíu árið 2011 og hétu hryðjuverkasamtökunum, sem tengjast al-Qaeda, hefndum. Hundruð hafa fallið í árásum al-Shabab í Kenía síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×