Eaton Vance losar um hluti í íslenskum félögum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 09:00 Sérfræðingar Eaton Vance að störfum á skrifstofu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins í Boston. Fyrirtækið, sem hefur verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á íslenskum hlutabréfamarkaði síðustu ár, hefur undanfarið losað um eignarhluti sína í íslenskum félögum. Nordicphotos/Getty Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, hafa á allra síðustu mánuðum minnkað markvisst við sig í skráðum félögum í Kauphöll Íslands. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, og listum yfir tuttugu stærstu hluthafa í skráðum innlendum félögum. Sala sjóða Eaton Vance, sem hefur síðustu ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á hérlendum hlutabréfamarkaði, á eignarhlutum sínum í íslenskum félögum er ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á undanförnum tveimur vikum með kaupum á krónum til þess að mæta útflæði gjaldeyris úr landi af hálfu sjóðanna. Sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins hafa á síðustu fimm mánuðum selt sig niður í að minnsta kosti tíu félögum í Kauphöllinni, samkvæmt samantekt Markaðarins, en sem dæmi seldu sjóðirnir allan hlut sinn, samanlagt um ríflega tveggja prósenta hlut, í Icelandair Group fyrir um 900 milljónir króna í september. Jafnframt hafa sjóðir Eaton Vance selt á sama tímabili að lágmarki eins prósents hlut í Högum, Festi, Regin, Reitum, TM og VÍS. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Ríkisútvarpið í síðustu viku að Seðlabankinn væri – með inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði – meðal annars að bregðast við útflæði fjármagns af hálfu erlendra fjárfesta. Einhverjir þeirra væru að „losa stöður“ sínar. „Við höfum vissar upplýsingar um að þarna sé að hluta til tímabundinn þáttur á bak við þetta, meira hreint fjármagnsútstreymi og að hluta til á vegum útlendinga,“ nefndi Már.60 milljarða fjárfesting Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum, sem sjóðsstjórinn Patrick Campbell hefur haft yfirumsjón með, námu samanlagt liðlega 182 milljónum dala, jafnvirði 22,2 milljarða króna miðað við þáverandi gengi, í lok síðasta októbermánaðar, að því er fram kemur í gögnum sjóðanna, en á þeim tíma áttu fimm sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins hlutabréf í þrettán skráðum félögum í Kauphöllinni. Til samanburðar nam hlutabréfaeign sjóðanna alls 232 milljónum dala, sem jafngilti þá um 25 milljörðum króna, í lok júlí. Þess ber að geta að gengi krónunnar veiktist um 15 prósent gagnvart Bandaríkjadal og úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um meira en1,5 prósent frá því í lok júlí til loka október. Hlutur sjóðanna í Arion banka nær tvöfaldaðist á tímabilinu – fór úr 1,8 prósentum í 3,3 prósent – en að öðru leyti minnkaði sjóðurinn hlut sinn í flestum félögum. Nettó sala sjóðanna var um fimm milljarðar króna á tímabilinu, að undanskildum kaupum þeirra í Arion banka, sé leiðrétt fyrir gengisáhrifum. Síðan þá, frá því í lok október, hafa sjóðirnir ekki bætt við sig í Arion og haldið áfram að minnka við sig í öðrum félögum. Það eru einkum tveir sjóðir Eaton Vance – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka eftir að sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir rúmum þremur árum en sjóðirnir hafa báðir verið áberandi á listum yfir stærstu hluthafa skráðra félaga.Selt sig niður í flestum félögum Samantekt Markaðarins leiðir í ljós að umræddir tveir sjóðir hafa frá því í lok júlí síðastliðins selt sig niður í að minnsta kosti tíu skráðum félögum. Sem dæmi hafa sjóðirnir selt ríflega eins prósents hlut í Högum og fara nú með samanlagt 4,8 prósenta hlut í verslunarfyrirtækinu. Sömu sögu er að segja af eignarhaldi þeirra í Festi þar sem þeir fara nú með um samanlagt 3,3 prósenta hlut borið saman við 4,5 prósenta hlut í september. Þá seldu sjóðirnir um 1,5 prósenta hlut í TM á síðari hluta árs 2018 og eiga nú samanlagt þriggja prósenta hlut í tryggingafélaginu. Annar sjóðurinn, Global Macro Absolute Return Advantage, seldi sem kunnugt er um 2,2 prósenta hlut í VÍS síðla sumars og fór í lok október með 0,9 prósenta hlut í félaginu, samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóðsins. Sjóðirnir tveir minnkuðu lítillega við sig í Sjóvá á síðustu mánuðum síðasta árs og áttu samanlagt um 6,5 prósenta hlut í tryggingafélaginu í lok ársins. Jafnframt minnkaði samanlagður hlutur sjóðanna tveggja í Símanum örlítið á síðustu mánuðum ársins 2018 og var 9,2 prósent í árslok. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – minnkuðu við sig í fasteignafélögunum Regin og Reitum á síðustu tveimur mánuðum síðasta árs eftir að hafa bætt nokkuð við sig á fyrri hluta ársins. Sjóðirnir seldu samanlagt tæplega 1,2 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu og þá seldi annar sjóðurinn, Global Macro Absolute Return Advantage, um 0,7 prósenta hlut í fyrrnefnda fasteignafélaginu. Hinn sjóðurinn, Global Macro Portfolio, er ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Regins en hann var í lok október fimmtándi stærsti hluthafi félagsins með 1,6 prósenta hlut. Nýjustu upplýsingar um eignarhald fjárfestingarsjóða Eaton Vance í Eik fasteignafélagi og Eimskipafélagi Íslands eru frá því í lok októbermánaðar en þá áttu áðurnefndir tveir sjóðir samanlagt 5,2 prósenta hlut í fasteignafélaginu og 6 prósenta hlut í flutningarisanum. Bættu sjóðirnir lítillega við sig í félögunum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Til viðbótar eiga sjóðir Eaton Vance lítinn hlut í Kviku banka og þá nam hlutur þeirra í Heimavöllum, stærsta íbúðaleigufélagi landsins, um 1,9 prósentum í lok október í fyrra. Hluturinn í Heimavöllum hefur aukist óverulega á undanförnum tveimur mánuðum. Sjóðirnir lánuðu leigufélaginu enn fremur um þrjá milljarða króna fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá veittu þeir Almenna leigufélaginu, næststærsta íbúðaleigufélagi landsins, jafnframt ríflega fjögurra milljarða króna lán.Skilaði neikvæðri ávöxtun Fyrir utan fjárfestingar Eaton Vance í skráðum félögum hafa sjóðir á vegum fyrirtækisins einnig verið í hópi þeirra erlendu fjárfesta sem hafa fjárfest hvað mest í íslenskum ríkisskuldabréfum. Sjóðir sjóðastýringarfyrirtækisins áttu ríkisskuldabréf fyrir liðlega 236 milljónir dala, jafnvirði um 28,8 milljarða króna, í lok októbermánaðar í fyrra en til samanburðar var virði ríkisskuldabréfa í eigu sjóðanna um 248 milljónir dala í lok júlí, eða um 26,0 milljarðar króna á þáverandi gengi. Bættu stærstu tveir sjóðir Eaton Vance raunar lítillega við sig í löngum ríkisskuldabréfum á tímabilinu. Eaton Vance hóf að kaupa ríkisskuldabréf hér á landi á seinni helmingi ársins 2015 fyrir tilstilli nýfjárfestingarleiðar Seðlabankans og skilaði fjárfestingin sjóðum fyrirtækisins fljótt ríkulegri ávöxtun. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið var einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, stöðvuðust hins vegar nær alfarið í júní 2016 þegar Seðlabankinn kynnti svonefnt fjárstreymistæki í því skyni að stemma stigu við of miklu skammtímainnflæði fjármagns. Fjárfestingar Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum hafa, eins og áður hefur verið sagt frá í Markaðinum, verið gerðar í gegnum fjölmarga sjóði á vegum fyrirtækisins. Þegar litið er til gjaldmiðlasamsetningar eigna fjárfestingarsjóðanna, þá er krónueign þeirra í flestum tilfellum á meðal hlutfallslega stærstu eigna sjóðanna. Þannig nam krónueign Global Macro Absolute Return Advantage 3,6 prósentum af tæplega 585 milljarða króna hreinni eign sjóðsins í lok síðasta október, að því er fram kemur í gögnum sjóðsins. Þar er jafnframt tekið fram að gnóttstaða (e. long position) sjóðsins hér á landi skýri að mestu af hverju vextir og hlutabréf í eignasafni hans í vesturhluta Evrópu hafi skilað neikvæðri ávöxtun á tímabilinu nóvember 2017 til október 2018. Þó hafi skortstaða í evrum mildað neikvæðu áhrifin af langtímafjárfestingu Eaton Vance í íslenskum krónum.VÍSIR/STEFÁN Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira
Fjárfestingarsjóðir á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem hófu fyrst að kaupa í íslenskum hlutabréfum síðla árs 2015, hafa á allra síðustu mánuðum minnkað markvisst við sig í skráðum félögum í Kauphöll Íslands. Þetta má lesa út úr yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, og listum yfir tuttugu stærstu hluthafa í skráðum innlendum félögum. Sala sjóða Eaton Vance, sem hefur síðustu ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn á hérlendum hlutabréfamarkaði, á eignarhlutum sínum í íslenskum félögum er ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur ítrekað gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn á undanförnum tveimur vikum með kaupum á krónum til þess að mæta útflæði gjaldeyris úr landi af hálfu sjóðanna. Sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins hafa á síðustu fimm mánuðum selt sig niður í að minnsta kosti tíu félögum í Kauphöllinni, samkvæmt samantekt Markaðarins, en sem dæmi seldu sjóðirnir allan hlut sinn, samanlagt um ríflega tveggja prósenta hlut, í Icelandair Group fyrir um 900 milljónir króna í september. Jafnframt hafa sjóðir Eaton Vance selt á sama tímabili að lágmarki eins prósents hlut í Högum, Festi, Regin, Reitum, TM og VÍS. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Ríkisútvarpið í síðustu viku að Seðlabankinn væri – með inngripum sínum á gjaldeyrismarkaði – meðal annars að bregðast við útflæði fjármagns af hálfu erlendra fjárfesta. Einhverjir þeirra væru að „losa stöður“ sínar. „Við höfum vissar upplýsingar um að þarna sé að hluta til tímabundinn þáttur á bak við þetta, meira hreint fjármagnsútstreymi og að hluta til á vegum útlendinga,“ nefndi Már.60 milljarða fjárfesting Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum, sem sjóðsstjórinn Patrick Campbell hefur haft yfirumsjón með, námu samanlagt liðlega 182 milljónum dala, jafnvirði 22,2 milljarða króna miðað við þáverandi gengi, í lok síðasta októbermánaðar, að því er fram kemur í gögnum sjóðanna, en á þeim tíma áttu fimm sjóðir í stýringu bandaríska fyrirtækisins hlutabréf í þrettán skráðum félögum í Kauphöllinni. Til samanburðar nam hlutabréfaeign sjóðanna alls 232 milljónum dala, sem jafngilti þá um 25 milljörðum króna, í lok júlí. Þess ber að geta að gengi krónunnar veiktist um 15 prósent gagnvart Bandaríkjadal og úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um meira en1,5 prósent frá því í lok júlí til loka október. Hlutur sjóðanna í Arion banka nær tvöfaldaðist á tímabilinu – fór úr 1,8 prósentum í 3,3 prósent – en að öðru leyti minnkaði sjóðurinn hlut sinn í flestum félögum. Nettó sala sjóðanna var um fimm milljarðar króna á tímabilinu, að undanskildum kaupum þeirra í Arion banka, sé leiðrétt fyrir gengisáhrifum. Síðan þá, frá því í lok október, hafa sjóðirnir ekki bætt við sig í Arion og haldið áfram að minnka við sig í öðrum félögum. Það eru einkum tveir sjóðir Eaton Vance – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka eftir að sjóðastýringarfyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir rúmum þremur árum en sjóðirnir hafa báðir verið áberandi á listum yfir stærstu hluthafa skráðra félaga.Selt sig niður í flestum félögum Samantekt Markaðarins leiðir í ljós að umræddir tveir sjóðir hafa frá því í lok júlí síðastliðins selt sig niður í að minnsta kosti tíu skráðum félögum. Sem dæmi hafa sjóðirnir selt ríflega eins prósents hlut í Högum og fara nú með samanlagt 4,8 prósenta hlut í verslunarfyrirtækinu. Sömu sögu er að segja af eignarhaldi þeirra í Festi þar sem þeir fara nú með um samanlagt 3,3 prósenta hlut borið saman við 4,5 prósenta hlut í september. Þá seldu sjóðirnir um 1,5 prósenta hlut í TM á síðari hluta árs 2018 og eiga nú samanlagt þriggja prósenta hlut í tryggingafélaginu. Annar sjóðurinn, Global Macro Absolute Return Advantage, seldi sem kunnugt er um 2,2 prósenta hlut í VÍS síðla sumars og fór í lok október með 0,9 prósenta hlut í félaginu, samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóðsins. Sjóðirnir tveir minnkuðu lítillega við sig í Sjóvá á síðustu mánuðum síðasta árs og áttu samanlagt um 6,5 prósenta hlut í tryggingafélaginu í lok ársins. Jafnframt minnkaði samanlagður hlutur sjóðanna tveggja í Símanum örlítið á síðustu mánuðum ársins 2018 og var 9,2 prósent í árslok. Sjóðirnir tveir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – minnkuðu við sig í fasteignafélögunum Regin og Reitum á síðustu tveimur mánuðum síðasta árs eftir að hafa bætt nokkuð við sig á fyrri hluta ársins. Sjóðirnir seldu samanlagt tæplega 1,2 prósenta hlut í síðarnefnda félaginu og þá seldi annar sjóðurinn, Global Macro Absolute Return Advantage, um 0,7 prósenta hlut í fyrrnefnda fasteignafélaginu. Hinn sjóðurinn, Global Macro Portfolio, er ekki lengur á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Regins en hann var í lok október fimmtándi stærsti hluthafi félagsins með 1,6 prósenta hlut. Nýjustu upplýsingar um eignarhald fjárfestingarsjóða Eaton Vance í Eik fasteignafélagi og Eimskipafélagi Íslands eru frá því í lok októbermánaðar en þá áttu áðurnefndir tveir sjóðir samanlagt 5,2 prósenta hlut í fasteignafélaginu og 6 prósenta hlut í flutningarisanum. Bættu sjóðirnir lítillega við sig í félögunum á fyrstu tíu mánuðum ársins. Til viðbótar eiga sjóðir Eaton Vance lítinn hlut í Kviku banka og þá nam hlutur þeirra í Heimavöllum, stærsta íbúðaleigufélagi landsins, um 1,9 prósentum í lok október í fyrra. Hluturinn í Heimavöllum hefur aukist óverulega á undanförnum tveimur mánuðum. Sjóðirnir lánuðu leigufélaginu enn fremur um þrjá milljarða króna fyrir milligöngu Fossa markaða. Þá veittu þeir Almenna leigufélaginu, næststærsta íbúðaleigufélagi landsins, jafnframt ríflega fjögurra milljarða króna lán.Skilaði neikvæðri ávöxtun Fyrir utan fjárfestingar Eaton Vance í skráðum félögum hafa sjóðir á vegum fyrirtækisins einnig verið í hópi þeirra erlendu fjárfesta sem hafa fjárfest hvað mest í íslenskum ríkisskuldabréfum. Sjóðir sjóðastýringarfyrirtækisins áttu ríkisskuldabréf fyrir liðlega 236 milljónir dala, jafnvirði um 28,8 milljarða króna, í lok októbermánaðar í fyrra en til samanburðar var virði ríkisskuldabréfa í eigu sjóðanna um 248 milljónir dala í lok júlí, eða um 26,0 milljarðar króna á þáverandi gengi. Bættu stærstu tveir sjóðir Eaton Vance raunar lítillega við sig í löngum ríkisskuldabréfum á tímabilinu. Eaton Vance hóf að kaupa ríkisskuldabréf hér á landi á seinni helmingi ársins 2015 fyrir tilstilli nýfjárfestingarleiðar Seðlabankans og skilaði fjárfestingin sjóðum fyrirtækisins fljótt ríkulegri ávöxtun. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið var einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, stöðvuðust hins vegar nær alfarið í júní 2016 þegar Seðlabankinn kynnti svonefnt fjárstreymistæki í því skyni að stemma stigu við of miklu skammtímainnflæði fjármagns. Fjárfestingar Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum og skuldabréfum hafa, eins og áður hefur verið sagt frá í Markaðinum, verið gerðar í gegnum fjölmarga sjóði á vegum fyrirtækisins. Þegar litið er til gjaldmiðlasamsetningar eigna fjárfestingarsjóðanna, þá er krónueign þeirra í flestum tilfellum á meðal hlutfallslega stærstu eigna sjóðanna. Þannig nam krónueign Global Macro Absolute Return Advantage 3,6 prósentum af tæplega 585 milljarða króna hreinni eign sjóðsins í lok síðasta október, að því er fram kemur í gögnum sjóðsins. Þar er jafnframt tekið fram að gnóttstaða (e. long position) sjóðsins hér á landi skýri að mestu af hverju vextir og hlutabréf í eignasafni hans í vesturhluta Evrópu hafi skilað neikvæðri ávöxtun á tímabilinu nóvember 2017 til október 2018. Þó hafi skortstaða í evrum mildað neikvæðu áhrifin af langtímafjárfestingu Eaton Vance í íslenskum krónum.VÍSIR/STEFÁN
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira