Stofna greiðslufyrirtæki í Litháen Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. janúar 2019 07:30 Jóhannes Ingi Kolbeinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira
Stofnendur og fyrrverandi stjórnendur Kortaþjónustunnar hafa stofnað greiðslufyrirtæki í Litháen og hyggjast á næstu tveimur árum ráða til sín allt að þrjátíu starfsmenn. Virginijus Sinkevicius, ráðherra efnahagsmála og nýsköpunar í Litháen, fagnar framtakinu og bendir á að fyrirtækið sé þriðja íslenska tæknifyrirtækið á aðeins fáeinum árum til þess að hefja starfsemi í landinu. Jóhannes Ingi Kolbeinsson og Gunnar Már Gunnarsson standa að baki greiðslufyrirtækinu, sem ber nafnið Paystra, en haft er eftir þeim í frétt á vef litháíska fréttamiðilsins Lrtyas að fyrirtækið muni meðal annars nýta sér fjártækni, sjálfvirkni og gervigreind til þess að þróa greiðslulausnir fyrir evrópska kaupmenn. Fyrirtækið hefur opnað skrifstofu í Vilníus, höfuðborg Litháens, og hyggst á þessu ári ráða til sín á bilinu fimmtán til tuttugu starfsmenn. Í frétt Lrtyas segir að stofnendurnir hafi jafnframt skoðað að opna höfuðstöðvar í Lúxemborg, Lundúnum og Reykjavík en mikil gróska í fjártæknigeiranum, samkeppnishæft rekstrarumhverfi, hátt menntastig og jákvætt viðmót seðlabanka Litháens átti meðal annars þátt í því að Vilníus varð fyrir valinu. Sem kunnugt er keypti Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna af félögum í eigu Jóhannesar Inga og Gunnars Más á eina krónu síðla árs 2017 og lögðu færsluhirðingarfyrirtækinu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Fyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Hlutafé Kortaþjónustunnar var aukið um 1.050 milljónir króna í síðasta mánuði, eins og greint var frá í Markaðinum, og tók Jakob Már Ásmundsson um leið við forstjórastarfinu. Jóhannes Ingi, sem var ásamt eiginkonu sinni, Andreu Kristínu Jónsdóttur, stærsti hluthafi Kortaþjónustunnar, stýrði áður færsluhirðingarfyrirtækinu en Gunnar Már fór fyrir hugbúnaðarsviði fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Litháen Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Aukning í ferðalögum til landsins Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Sjá meira