Enes Kanter eftirlýstur í Tyrklandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 21:50 Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. AP/David Zalubowski Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna. Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun gegn tyrkneska miðherjanum Enes Kanter, sem spilar fyrir New York Knicks í Bandaríkjunum. Hann er sakaður um að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökum. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi hafa Tyrkir einnig undirbúið framsalsbeiðni en ekki liggur fyrir hvort farið verið fram á framsal. Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan hefur sakað Kanter um tengsl við hreyfingu klerksins Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum, og er hann einnig sakaður um að fjármagna hreyfinguna. Erdogan hefur sakað Gulen um að hafa skipulagt valdarán sem reynt var árið 2016. Síðan þá hafa tugir þúsunda verið reknir, handteknir og/eða fangelsaðir í Tyrklandi vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen. Mehmet Kanter, faðir Enes og prófessor, var ákærður í Tyrklandi í fyrra vegna meintra tengsla hans við hreyfingu Gulen. Kanter hefur gagnrýnt Erdogan harðlega um langt skeið og meðal annars kallað hann brjálæðing, harðstjóra og „Hitler okkar tíðar“. Þá þorði hann ekki að fara til London og spila þar leik í NBA-deildinni af ótta við útsendara Erdogan. Kanter tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í dag og sagði ríkisstjórn Tyrklands ekki geta sýnt nokkurs konar sönnunargögn um að hann hefði brotið af sér. Hann hefði ávallt verið löghlýðinn íbúi Bandaríkjanna.
Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Fer ekki með Knicks til London af ótta við að vera myrtur Tyrkneska tröllið Enes Kanter óttast um líf sitt í Evrópu og ferðast því ekki með New York Knicks til Lundúna til að leika NBA leik. 6. janúar 2019 06:00