Drekinn að ná í stélið á erninum Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2019 23:24 Frá 90 ára afmælishátíð kínverska hersins árið 2017. Vísir/Getty Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DIA, leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna, þar sem einnig kemur fram að Bandaríkin þurfi að spýta í lófana, ætli þau að halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu og tryggja öryggi bandamanna sinna. Þetta er fyrsta opinbera skýrsla stofnunarinnar um hernaðargetu Kínverja og ber hún nafnið „China Military Power: Modernizing A Force to Fight and Win“. Það er í samræmi við nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var fyrir rúmu ári síðan. Í stuttu máli snýst hún um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, tók við sem aðstoðarráðherra árið 2017 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á að sporna gegn Kína. Washington Post segir hernaðaryfirvöld segja að fjárveitingarbeiðni heraflans fyrir árið 2020, sem opinberuð verður í næsta mánuði, muni varpa frekara ljósi á nýjar áherslur hernaðaryfirvalda. Sífelt meiri fjárútlát til hersins Greiningaraðilar DIA áætla að fjárveitingar til hers Kína hafi líklega verið rúmlega 200 milljarðar dala á síðasta ári. Fjárútlát til hersins hafa því þrefaldast frá 2002. Það er þó enn töluvert lægra en fjárútlát Bandaríkjanna til hernaðarmála sem voru um 700 milljarðar dala í fyrra. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Rúmlega tvær milljónir manna tilheyra her Kína.Vísir/Getty Þá hafa starfsmenn DIA sérstakar áhyggjur af því að sjálfstraust Kínverja virðist sífellt vera að aukast og þeir telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og kannski sérstaklega að beita hernum gegn Taívan. Fjölmiðlar í Kína segja einn hæst setta hershöfðingja landsins nýlega hafa varað yfirmann flota Bandaríkjanna við því að Bandaríkin styddu sjálfstæði Taívan. „Ef einhver ætlar sér að aðskilja Taívan frá Kína, mun kínverski herinn vernda samheldni þjóðarinnar og fullveldi,“ á hershöfðinginn Li Zuocheng að hafa sagt við aðmírálinn John Richardson á fundi í Peking. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Bandaríkin Djíbútí Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Undanfarin ár hafa yfirvöld í Kína dælt milljörðum dala í her landsins sem býr nú yfir háþróuðum búnaði og vopnum. Hernaðargeta Kína hefur aukist til muna og eru sum vopn þeirra orðin þróaðri en vopn Bandaríkjanna. Að einhverju leyti séu Kínverjar fremstir í heiminum þegar komi að háþróuðum vopnum. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja þó að líklegast mörg ár séu í að Kínverjar geti náð hernaðaryfirburðum Bandaríkjanna og þá sérstaklega vegna þess hve óreyndur herafli Kína sé. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu DIA, leyniþjónustu herafla Bandaríkjanna, þar sem einnig kemur fram að Bandaríkin þurfi að spýta í lófana, ætli þau að halda yfirráðum sínum yfir Kyrrahafinu og tryggja öryggi bandamanna sinna. Þetta er fyrsta opinbera skýrsla stofnunarinnar um hernaðargetu Kínverja og ber hún nafnið „China Military Power: Modernizing A Force to Fight and Win“. Það er í samræmi við nýja varnarstefnu Bandaríkjanna sem opinberuð var fyrir rúmu ári síðan. Í stuttu máli snýst hún um að Bandaríkin ætli að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og leggja meira kapp í að sporna gegn vaxandi mætti Kína og Rússlands. Sjá einnig: Snúa sér að Kína og Rússlandi Starfandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Patrick Shanahan, tók við sem aðstoðarráðherra árið 2017 og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á að sporna gegn Kína. Washington Post segir hernaðaryfirvöld segja að fjárveitingarbeiðni heraflans fyrir árið 2020, sem opinberuð verður í næsta mánuði, muni varpa frekara ljósi á nýjar áherslur hernaðaryfirvalda. Sífelt meiri fjárútlát til hersins Greiningaraðilar DIA áætla að fjárveitingar til hers Kína hafi líklega verið rúmlega 200 milljarðar dala á síðasta ári. Fjárútlát til hersins hafa því þrefaldast frá 2002. Það er þó enn töluvert lægra en fjárútlát Bandaríkjanna til hernaðarmála sem voru um 700 milljarðar dala í fyrra. Þrátt fyrir það hafa Kínverjar getað nútímavætt herafla sinn mun ódýrar en aðrir með því að kaupa og jafnvel stela tækni af öðrum ríkjum. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Umsvif Kínverja hafa aukist á undanförnum árum með hernaðaruppbyggingu þeirra í Suður-Kínahafi, þar sem Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls hafsins. Sömuleiðis hefur ríkið byggt sína fyrstu herstöð utan Asíu og var það gert í Djibútí. Rúmlega tvær milljónir manna tilheyra her Kína.Vísir/Getty Þá hafa starfsmenn DIA sérstakar áhyggjur af því að sjálfstraust Kínverja virðist sífellt vera að aukast og þeir telji sig undirbúna fyrir milliríkjaátök og kannski sérstaklega að beita hernum gegn Taívan. Fjölmiðlar í Kína segja einn hæst setta hershöfðingja landsins nýlega hafa varað yfirmann flota Bandaríkjanna við því að Bandaríkin styddu sjálfstæði Taívan. „Ef einhver ætlar sér að aðskilja Taívan frá Kína, mun kínverski herinn vernda samheldni þjóðarinnar og fullveldi,“ á hershöfðinginn Li Zuocheng að hafa sagt við aðmírálinn John Richardson á fundi í Peking. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan en samskiptin hafa þó batnað allra síðustu ár. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei.
Bandaríkin Djíbútí Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08 Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30 Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13 Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52 Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24 Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Kínverjar sendu þotur og skip gegn bandarískum herskipum Yfirvöld Kína brugðust í dag reið við því að tveimur bandarískum herskipum var siglt nærri eyjum í Suður-Kínahafi sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. 27. maí 2018 22:08
Kínverjar hökkuðu sig inn í viðkvæm gögn bandaríska sjóhersins Tölvuþrjótar á vegum kínverskra yfirvalda brutu sér leið inn í tölvur verktaka á vegum bandaríska sjóhersins. Þar komust þeir yfir viðkvæm gögn sem tengjast kafbátahernaði sjóhersins, þar á meðal áætlunum um nýja tegund flugskeyta sem ætlaðar eru kafbátum. 8. júní 2018 23:30
Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan "Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa.“ 22. október 2018 18:13
Hafa meiri áhyggjur af Kína en Norður-Kóreu Varnarmálaráðherra Japan sagði fyrr í mánuðinum að umsvif Kínverja nærri Japan hefðu aukist og ríkið væri að byggja upp getuna til að teygja anga sína til fjarlægra hafa. 20. mars 2018 11:52
Segir Kína heyja „kalt stríð“ gegn Bandaríkjunum Háttsettur starfsmaður CIA segir Kína heyja kalt stríð gegn Bandaríkjunum, með því markmiði að velta ríkinu úr sessi sem helsta veldi heimsins. 21. júlí 2018 21:24
Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn vegna Taívan Herafli Kína sendi yfirvöldum og íbúum Taívan skýr skilaboð um helgina og hét því að vernda „móðurlandið“ og þar á meðal Taívan. 29. apríl 2018 23:49