Viðskipti innlent

Kosið í stjórn Haga í dag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga stóran hlut í Högum en Jón Ásgeir sækist eftir setu í stjórn félagsins.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga stóran hlut í Högum en Jón Ásgeir sækist eftir setu í stjórn félagsins. VÍSIR/VILHELM
Kosin verður ný stjórn í smásölurisanum Högum á hluthafafundi í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nokkur kurr meðal smærri hluthafa Haga vegna þess hve lítið samráð við hluthafa tilnefningarnefnd félagsins hafði við vinnu sína, en hún lét duga að ráðfæra sig við þá sex stærstu. Niðurstaða tilnefningarnefndar er þó ekki bindandi og úrslitavaldið er í höndum hluthafa.

Meðal frambjóðenda er Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og stofnandi Bónuss, en hann var meðal þeirra sem ekki hlutu náð fyrir augum tilnefningarnefndarinnar. Auk Jóns Ásgeirs eru ný í framboði þau Eiríkur Jóhannsson, forstjóri Slippsins á Akureyri, Kristján Óli Níels Sigmundsson bifreiðastjóri, Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, og Sandra Hlíf Ocares lögfræðingur.

Búist er við góðri mætingu á fundinn og einboðið að nokkrir frambjóðenda taki til máls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×