Erlent

Níu handteknir vegna árásarinnar í Kenía

Atli Ísleifsson skrifar
Alls féllu 21 maður í árás þriðjudagsins.
Alls féllu 21 maður í árás þriðjudagsins. Getty
Lögregla í Kenía hefur handtekið níu manns í tengslum við hryðjuverkaárásina á DusitD2-hótelið í höfuðborginni Naíróbí á þriðjudag. Reuters greinir frá þessu og vísar í heimildir innan lögreglunnar.

Umsátursástand ríkti í og við hótelið í tuttugu tíma áður en forseti landsins greindi frá því að allir árásarmenn hafi verið felldir. Alls féllu um 21 maður í árásinni, þar á meðal sextán Keníumenn, Breti og Bandaríkjamaður.

Lögregla leitar enn konu sem grunuð er um að hafa smyglað vopnum um höfnina í Mombasa og til Naíróbí.

Hryðjuverkasamtökin al-Shaabab, sem hafa helst starfað í Sómalíu, lýstu fljótlega yfir ábyrgð á árinni. Samtökin hafa margoft áður staðið fyrir árásum í Kenía, meðal annars árás á háskóla í kenísku borginni Garissa árið 2015 þar sem 148 manns fórust.


Tengdar fréttir

Fimmtán látnir í árásinni í Kenía

Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×