Reynir að berja á hetjunum sínum sem hann fékk myndir af sér með sem barn Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 19. janúar 2019 07:00 Elvar Örn Jónsson á æfingu Íslands í gær. vísir/tom Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta, mætir Þýskalandi með strákunum okkar í fyrsta leik liðsins í milliriðli HM 2019 í kvöld klukkan 19.30. Verkefnið er ærið því Þjóðverjar verða vel studdir af smekkfullri 20.000 manna Lanxess-höllinni í kvöld en heimamenn ætla sér langt í mótinu. „Spennustigið bara eykst. Maður verður alltaf spenntari og spenntari. Nú er maður kominn í þessa rosalegu höll hérna. Maður hefur fylgst með Final Four í gegnum árin þannig að þetta verður bara skemmtilegt,“ segir Elvar Örn. „Við búumst við fullri höll af Þjóðverjum að baula á okkur þannig að við þurfum að vera sterkari í hausnum og spila okkar leik.“ Elvar hóf mótið sem einn af aðalmönnunum í sókn og vörn en í síðustu leikjum hefur hlutverk hans aðeins minnkað í sókninni en stækkað í varnarleiknum. View this post on Instagram #10yearchallenge #strakarnirokkar A post shared by Björgvin Páll Gústavsson (@bjoggi) on Jan 18, 2019 at 2:47am PST Guðmundur er farinn að skipta reglulega tveimur inn og út í vörn og sókn og kemur Elvar inn að spila bakvörðinn þar sem hann er búinn að raða upp flestum löglegum stöðvunum allra í íslenska liðinu. „Ég tek því hlutverki vel. Ég spila bara þar sem að Gummi segir mér að spila. Ég geri bara mitt besta og er bara sáttur að fá að spila á HM,“ segir Elvar hógvær að vanda. Elvar Örn er mikill handboltaaðdáandi og hefur fylgst vel með stórmótum í gegnum tíðina. Á Facebook-síðu hans eru óborganlegar myndir af honum með stórstjörnum á borð við þýska hornamanninn Uwe Gensheimer og kollega hans í franska landsliðinu, Luc Abalo. Myndirnar eru frá 2010 og 2011 þegar að Elvar var þrettán og fjórtán ára gamall en nú er hann 21 árs að fara að mæta þessum hetjum sínum. „Það er gaman að fá að spila á móti þessum stjörnum sem að maður hefur litið upp til öll þessi ár. Þetta verður krefjandi verkefni,“ segir Elvar Örn Jónsson.Næstu andstæðingar Elvars, og Elvar sjálfur......@handkastid @Seinnibylgjan pic.twitter.com/xsRL6TnHuZ— Hrafn Erlingsson (@hrafnerlingsson) January 19, 2019
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53 Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45 Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Vinalegur hittingur Íslands og Þýskalands fyrir stríðið á morgun Íslensku strákarnir spila margir hverjir í Þýskalandi eða hafa gert og þekkja því marga leikmenn Þýskalands. 18. janúar 2019 18:53
Gríðarlegur áhugi á þýska liðinu fyrir leikinn á móti Íslandi Keppnishöllin í Köln fylltist af blaðamönnum á æfingu þýska liðsins. 18. janúar 2019 17:45
Forsetinn og fyrirliðinn á leiðinni til Kölnar Guðni Th. Jóhannesson og Aron Einar Gunnarsson ætla að sjá leiki í milliriðlinum. 18. janúar 2019 18:43