Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2019 08:45 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins. Getty Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu. Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar keppni í milliriðlum á HM 2019 hefst um helgina. Ísland er í milliriðli 1 sem er leikinn í Lanxess Arena í Köln, þar sem úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu hefur farið fram undan farin ár. Sviðið er stórt og andstæðingarnir ógnarsterkir. Klukkan 19.30 í kvöld mætir Ísland Þýskalandi og á sama tíma á morgun mæta Strákarnir okkar heimsmeisturum Frakka. Fram undan eru því leikir gegn tveimur af sterkustu liðum heims á innan við sólarhring. Áskorunin er stór og mikil fyrir hið unga íslenska lið en það hefur engu að tapa. Pressan er öll á Þjóðverjum og Frökkum sem ætla sér að leika um verðlaun á HM. Aðalmarkmið Íslands, að komast í milliriðil, náðist með sigrinum frábæra á Makedóníu á fimmtudaginn. Ísland endar því aldrei neðar en í 12. sæti á HM. Draumurinn er væntanlega að leika um 7. sætið og freista þess að komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum 2020. Það verður þó þrautin þyngri þar sem Ísland tók ekki með sér stig inn í milliriðil. Þriðji og síðasti leikur Íslendinga í milliriðlinum er gegn Brasilíumönnum á miðvikudaginn. Góður möguleiki er á sigri í þeim leik, jafnvel þótt Brassar hafi leikið mjög vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Rússa og Serba. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Brasilíu í milliriðli á stórmóti. Íslendingar hafa hins vegar tvisvar áður mætt Þjóðverjum og Frökkum í milliriðli á sama stórmótinu. Síðast þegar leikið var í milliriðlum á HM, í Svíþjóð 2011, mætti Ísland einnig Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli. Þá, líkt og nú, var Guðmundur Guðmundsson þjálfari íslenska liðsins. Aðeins tveir í íslenska hópnum á HM 2019 voru í liðinu fyrir átta árum: Björgvin Páll Gústavsson og Aron Pálmarsson. Íslendingar unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni á HM 2011 og tóku með sér fjögur stig í milliriðil. Þar gekk ekki jafn vel. Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum, gegn Þýskalandi, Spáni og Frakklandi, og endaði á því að spila um 5. sætið. Þar töpuðu Íslendingar fyrir Króötum. Sjötta sætið varð því niðurstaðan sem er næstbesti árangur Íslands á HM. Á fyrsta stórmóti Guðmundar með íslenska landsliðið, EM 2002, mætti það einnig Frökkum og Þjóðverjum í milliriðli. Ísland vann tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni og gerði eitt jafntefli og tók með sér þrjú stig inn í milliriðil. Þar byrjuðu Íslendingar á því að gera jafntefli við Frakka í hörkuleik, 26-26. Ísland vann svo öruggan sigur á Júgóslavíu, 34-26, og tryggði sér toppsætið í milliriðlinum og sæti í undanúrslitum með frábærum sigri á Þýskalandi, 29-24. Íslendingar töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum á EM og enduðu í 4. sæti sem var þá besti árangur Íslands á Evrópumóti. Síðan eru liðin mörg ár og enginn leikmaður er eftir í íslenska hópnum síðan á EM 2002. Þegar Ólafur Stefánsson, Patrekur Jóhannesson, Dagur Sigurðsson og allar þær hetjur spiluðu við bestu lið Evrópu í ársbyrjun 2002 voru margir af þeim sem skipa íslenska HM-hópinn í dag á leikskólaaldri. Núna eru þessir strákar hins vegar komnir á stórmót og hafa vaxið með hverjum leiknum á HM undir styrkri stjórn Guðmundar. Strákarnir stóðust stóra prófið gegn Makedóníu og voru verðlaunaðir með þremur leikjum á stærsta sviðinu. Upplifunin verður mikil, innistæðan í reynslubankanum hækkar og ekki væri verra að koma á óvart og gera hákörlum handboltans skráveifu.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira