Erlent

Hundrað þúsund heimili án rafmagns í Svíþjóð

Samúel Karl Ólason skrifar
Óveður í Helsinborg fyrir nokkrum árum.
Óveður í Helsinborg fyrir nokkrum árum. EPA/JOHAN NILSSON
Óveðrið Alfrida gengur nú yfir Norðurlönd og hefur þegar valdið miklum usla. Um hundrað þúsund heimili eru til að mynda án rafmagns í Svíþjóð. Þar hefur fjölda vega einnig verið lokað þar sem tré og annars konar brak hefur fallið á vegi og ferjur ganga ekki.

Veðrið hefur einnig gert viðgerðarstarf erfitt og liggur ekki fyrir hvenær rafmagni verður komið aftur á.

Samkvæmt Aftonbladet hafa yfirvöld kvatt fólk til að ferðast ekki, nema nauðsynlegt sé, og ef svo þá að taka sinn tíma og fara eftir aðstæðum. Umferðin er sérstaklega slæm í Stokkhólmi þar sem mikið er um tré á vegum og lestir ganga ekki.



Ekki hafa orðið tafir á flugsamgöngum vegna veðursins.

Alfrida hefur einnig valdið usla í Finnlandi en öldur hafa náð allt að fjórtán metra hæð í Eystrasaltshafinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×