Nældu sér í hræódýra miða á fyrsta farrými vegna mistaka flugfélagsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2019 10:19 Vél Cathay Pacific sést hér taka á loft frá Hong Kong þar sem höfuðstöðvar félagsins eru að finna. Getty/Marcio Rodrigo Machado Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. Um er að ræða miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Það þykir lágt að sögn breska ríkisútvarpsins, ekki síst í ljósi þess að sambærilegir miðar í júlí og september kosta 16 þúsund dali, rúmlega 1,8 milljónir króna. Flugfélagið viðurkennir að hafa gert mistök en segist engu að síður ekki ætla að fara fram á að hinir heppnu viðskiptavinir greiði mismuninn. Ekki liggur fyrir hversu margir keyptu umrædda miða en upp komst um verðlagninguna á gamlársdag og var verðið leiðrétt samdægurs.Happy 2019 all, and to those who bought our good - VERY good surprise 'special' on New Year's Day, yes - we made a mistake but we look forward to welcoming you on board with your ticket issued. Hope this will make your 2019 'special' too!.#promisemadepromisekept #lessonlearnt— Cathay Pacific (@cathaypacific) January 2, 2019 Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Flugfélagið Cathay Pacific hættir að flytja hákarlaugga Flugfélagið Cathay Pacific sem staðsett er í Hong Kong hefur ákveðið að hætta öllum fraktflutningum sínum með þurrkaða hákarlaugga sem og aðrar afurðir af hákörlum. 5. september 2012 10:10 Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. 14. maí 2014 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Flugfélagið Cathay Pacific segist ekki ætla að fara fram á að viðskiptavinir, sem nældu sér í flugmiða á fyrsta farrými á spottprís, greiði fullt verð fyrir miðana. Um er að ræða miða í flug á milli Víetnam og New York, fram og til baka, í ágúst næstkomandi sem viðskiptavinirnir greiddu um 675 bandaríkjadali fyrir, eða um 78 þúsund íslenskar krónur. Það þykir lágt að sögn breska ríkisútvarpsins, ekki síst í ljósi þess að sambærilegir miðar í júlí og september kosta 16 þúsund dali, rúmlega 1,8 milljónir króna. Flugfélagið viðurkennir að hafa gert mistök en segist engu að síður ekki ætla að fara fram á að hinir heppnu viðskiptavinir greiði mismuninn. Ekki liggur fyrir hversu margir keyptu umrædda miða en upp komst um verðlagninguna á gamlársdag og var verðið leiðrétt samdægurs.Happy 2019 all, and to those who bought our good - VERY good surprise 'special' on New Year's Day, yes - we made a mistake but we look forward to welcoming you on board with your ticket issued. Hope this will make your 2019 'special' too!.#promisemadepromisekept #lessonlearnt— Cathay Pacific (@cathaypacific) January 2, 2019 Mistökin eru sögð kóróna erfitt rekstrarár hjá Cathay Pacific, sem hefur verið rekið með tapi undanfarin tvö ár. Félagið, sem gerir út frá Hong Kong, er sagt hafa átt erfitt með að bregðast við síharðnandi samkeppni í fluggeiranum, ekki síst með tilkomu fjölda lággjaldaflugfélaga í Suðaustur-Asíu. Þá rataði flugfélagið í fréttirnar í september síðastliðnum þegar það neyddist til að senda eina vélina sína aftur í sprautun. Ástæðan var innsláttarvilla í nafni félagsins, fyrir vikið stóð „Cathay Paciic“ á vélinni. Mánuði síðar var gerð tölvuárás á höfuðstöðvar flugfélagsins og náðu tölvuþrjótar að stela persónuupplýsingum næstum 9,4 milljón viðskiptavina Cathay Pacific.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00 Flugfélagið Cathay Pacific hættir að flytja hákarlaugga Flugfélagið Cathay Pacific sem staðsett er í Hong Kong hefur ákveðið að hætta öllum fraktflutningum sínum með þurrkaða hákarlaugga sem og aðrar afurðir af hákörlum. 5. september 2012 10:10 Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. 14. maí 2014 07:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Áhugi ferðamanna í Asíu á ferðum til Íslands kemur glöggt í ljós í gagnabanka ferðabókunarrisans SkyScanner. 1. febrúar 2017 07:00
Flugfélagið Cathay Pacific hættir að flytja hákarlaugga Flugfélagið Cathay Pacific sem staðsett er í Hong Kong hefur ákveðið að hætta öllum fraktflutningum sínum með þurrkaða hákarlaugga sem og aðrar afurðir af hákörlum. 5. september 2012 10:10
Nokkur flugfélög hafa safnað upplýsingum um loftslag í háloftunum Flugvélaframleiðandinn Airbus fagnaði því í byrjun vikunnar að þá voru liðin 20 ár frá fyrstu þátttöku vélar félagsins í MOZAIC-verkefninu (e. Measurement of Ozone by Airbus in-service Aircraft) þar sem farþegavélar í áætlunarflugi eru notaðar til þess að mæla meðal annars styrk ósonlagsins. 14. maí 2014 07:00