Innlent

Ræddu við ökumann bifreiðarinnar í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Slysið varð við brúna yfir Núpsvötn 27. desember síðastliðinn.
Slysið varð við brúna yfir Núpsvötn 27. desember síðastliðinn. vísir/jói k.
Lögreglumenn ræddu við ökumann bifreiðarinnar í dag sem lenti út af brúnni yfir Núpsvötn á þriðja degi jóla. Bræðurnir tveir og börnin tvö sem slösuðust í slysinu eru öll á batavegi að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og má búast við að þau haldi til síns heima strax og heilsa leyfir.

Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul dóttir annarra hjónanna. Fólkið er allt frá Bretlandi og var á ferðalagi hér á landi.

Réttarkrufning á líkum þeirra fór fram í dag en rannsókn málsins heldur áfram en lögreglan segir að hún eigi eftir að taka nokkurn tíma.

Á meðal þess sem lögreglan skoðar er notkun öryggisbelta í bílnum og aðstæður á brúnni þegar slysið varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×