Erlent

Ultima Thule minnir á snjókarl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líkist óneitanlega snjókarli.
Líkist óneitanlega snjókarli. Mynd/Nasa
Fyrstu myndirnar af Ultima Thule, frosna fyrirbærinu í 6,5 milljarða fjarlægð frá jörðu, hafa borist vísindamönnum NASA frá bandaríska geimfarinu New Horizons sem flaug framhjá Ultima Thule á nýársdag.

Ultima Thule er íssmástirni í Kuiper-beltinu. Það er talið vera um þrjátíu kílómetrar að þvermáli og fannst fyrst árið áður en New Horizons kom að Plútó. Vísindamenn telja að hnullungurinn sé úr ís og ryki, líklega í laginu eins og kartafla eða hneta. Yfirborð hans er rauðleitt eftir orkuríka geislun eins og röntgenbylgjur og geimgeisla sem hafa dunið á því í milljarða ára.

Geimfarið tók þúsundir mynda af fyrirbærinu og safnaði ýmsum gögnum sem vísindamenn vonast til þess að geti varpað nánari ljósi á fyrirbærið.

„Við erum hætt að tala um keilukúluna, þetta er snjókarl ef eitthvað,“ sagði Alan Stern æðsti yfirmaður ferðar New Horizons framhjá Ultima Thule.

Talið er að fyrirbærið sé sett saman úr tveimur hnöttum sem fest hafi saman og sagði Stern að þyngdarafl hvors hnattar væri nógu sterkt til þess að viðhalda snertingu þeirra við hvorn annann

Þá sýna myndirnar að „hálsinn“ sé ljósari en hinir hlutar fyrirbærisins en þar er talið að lauslegt yfirborðsefni hafi safnast saman. Vonir standa til þess að gögnin sem New Horizons safnaði í grennd við Ultima Thule geti varpað frekari ljósi á þær aðstæður sem voru fyrir hendi í sólkerfinu fyrir um 4,5 milljörðum ára.

Von er á myndum í hærri upplausn frá New Horizons í febrúar en það tekur langan tíma fyrir gögnin að berast til jarðar enda New Horizons í gríðarlegri fjarlægð.

New Horizons var skotið á loft árið 2006 og árið 2015 varð það fyrsta geimfarið til að fljúga fram hjá Plútó. Sendi það þaðan fyrstu skýru myndirnar sem menn hafa fengið af yfirborði dvergreikistjörnunnar.


Tengdar fréttir

New Horizons flaug framhjá Ultima Thule

Bandaríska geimfarið New Horizons átti í dag stefnumót við frosna fyrirbærið Ultima Thule í 6,5 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðu. Ekkert geimfar hefur áður kannað fyrirbæri í álíka fjarlægð frá heimkynnum mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×