Verðlaunablaðamaðurinn sem blekkti alla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. janúar 2019 09:15 Claas Relotius er margverðlaunaður blaðamaður sem komið hefur í ljós að skáldaði gjarnan upp ýmislegt í fréttaflutningi sínum. vísir/epa Sautján klukkutímum áður en Claas Relotius tók við þýsku blaðamannaverðlaununum fyrir umfjöllun ársins barst honum tölvupóstur. Tölvupósturinn var sendur aðfaranótt 3. desember 2018 en þá um kvöldið voru verðlaunin veitt. Orðsendingin kom frá konu að nafni Janet sem starfar sem tengiliður við fjölmiðla fyrir hóp sjálfskipaðra landamæravarða í Arizona við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Janet spurði Relotius út í grein sem hafði birst í hinu virta þýska tímariti Der Spiegel. Greinin, sem bar yfirskriftina Jaegers Grenze, fjallaði um hópinn sem Janet starfaði fyrir. Hún vildi vita hvað Relotius væri eiginlega að spá? Hvernig gat hann skrifað um hópinn þar sem hann hefði ekki einu sinni tekið viðtöl við þau? Janet sagði honum að sér þætti það mjög skrýtið að blaðamaður gæti skrifað umfjöllun á borð við þessa án þess að kanna staðreyndir málsins á staðnum sjálfum. Það var á endanum þessi grein, Jaegers Grenze, (Landamæri veiðimannsins), sem varð Relotius að falli en ítarlega er fjallað um mál hans í grein á vef Der Spiegel.Smáatriði með enga stoð í raunveruleikanum og falskar tilvitnanir Relotius byrjaði að skrifa fyrir Der Spiegel árið 2011, fyrst sem lausamaður, og var þá einnig að skrifa fyrir aðra miðla, en fljótlega fór hann að fá föst laun hjá þýska tímaritinu. Umfjallanir hans vöktu jafnan mikla athygli en hann skrifaði meðal annars ítarlegar greinar um börn á flótta, fanga í Guantanamo og NFL-stjörnuna Colin Kaepernick. Það kom í ljós að mikið af þeim greinum sem Relotius hafði hlotið verðlaun fyrir, bæði heima fyrir og víðar, voru uppfullar af lygum. Í þeim er að finna smáatriði sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, falskar tilvitnanir og jafnvel viðtöl við fólk sem er ekki til. Relotius var rekinn frá Der Spiegel þegar upp komst um allt saman en yfirmenn og samstarfsmenn hans hjá tímaritinu áttu í fyrstu erfitt með að trúa svo alvarlegum brotum upp á verðlaunablaðamanninn.Greinin sem varð Relotius að falli en meðhöfundur hans, Juan Moreno, kom upp um lygarnar.vísir/epa„Helvíti“ uppljóstrarans Það var blaðamaðurinn Juan Moreno, sem skrifað hefur fyrir Der Spiegel í meira en tíu ár, sem vakti athygli yfirmanna sinna á hugsanlegum rangfærslum Relotius í Jaegers Grenze í nóvember á síðasta ári. Honum var þó ekki trúað í fyrstu og töldu yfirmenn og samstarfsmenn hans á Der Spiegel að hann væri sá sem stæði í blekkingarleik. Er því lýst þannig í umfjöllun tímaritsins um Relotius og blekkingar hans að Moreno hafi upplifað helvíti í þrjár til fjórar vikur vegna þess að honum var ekki trúað. Moreno vann með Relotius að Jaegers Grenze. Áður en greinin fór í prent sendi hann staðreyndavakt Der Spiegel tölvupóst og vakti athygli á hugsanlegum rangfærslum Relotius í greininni. Moreno, sem var ekki par sáttur með að hafa nafn sitt við greinina, hafði meðal annars tekið eftir því að mynd var birt af Tim Foley með greininni en hann var hvergi nefndur í greininni sjálfri. Foley er í áðurnefndum hóp sjálfskipaðra landamæravarða í Arizona og nokkuð þekktur sem slíkur. Hann vinnur sér meðal annars inn pening með því að fara með blaðamenn og ferðamenn í leiðsögn um landamærin og viðtöl við hann hafa birst í öðrum fjölmiðlum. Daginn eftir að Moreno sendi staðreyndavaktinni tölvupóst átti hann fund með starfsmönnum vaktarinnar. Síðan fundaði hann með næsta yfirmanni Relotius, Matthias Geyer, og sagði honum að hann héldi að í greininni væri að finna rangfærslur. Geyer bað hann um að setja ásakanir sínar á hendur Relotius niður á blað og senda sér sem Moreno og gerði.Tim Foley en mynd af honum birtist í grein Relotius og Moreno um landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Samt hafði Relotius aldrei hitt Foley eða rætt við hann og nefndi hann aldrei á nafn í greininni.vísir/getty„Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan mann“ Hann gerði síðan meira en það. Hann fór til Bandaríkjanna, reyndar vegna annars verkefnis, en ákvað að nýta ferðina og mæla sér mót við Tim Foley. Þá ákvað hann einnig að reyna að hafa uppi á Chris Maloof, sem Relotius kallar Chris Jaeger í greininni og titill hennar er dreginn af. Það er skemmst frá því að segja að Moreno tókst að hafa uppi á þeim báðum eftir nokkrum krókaleiðum og komst að því að Relotius hafði hitt hvorugan manninn. Hann tók fundi sína með þeim upp á myndband og sýndi þeim mynd af þýska verðlaunablaðamanninum. „Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan mann,“ sagði Maloof, maðurinn sem Relotius hafði samt sem áður skrifað um og sagt að héti Jaeger. Relotius hafði lýst því að Jaeger væri með tvö húðflúr á höndunum, annað með orðinu „Strength“ og hitt með orðinu „Pride.“ Maloof er hins vegar ekki með nein húðflúr. Maloof er ekki Jaeger því Jaeger er ekki til.Relotius með ein af verðlaunum sínum.vísir/epaEin af stjörnum sinnar kynslóðar í fjölmiðlaheiminum Sannanir Moreno gegn Relotius hrönnuðust upp en alltaf hélt verðlaunablaðamaðurinn fram sakleysi sínu. Eða alveg þar til Özlem Gezem, aðalritstjóri deildarinnar þar sem Relotius vann, settist niður með honum um miðjan desember og sagði honum að hún tryði honum ekki lengur. Þann 13. desember settist Relotius niður með yfirmönnum sínum og leysti frá skjóðunni: „Nú er það ljóst að hinn 33 ára gamli Claas Relotius, einn af bestu pennum Der Spiegel, sem unnið hefur til fjölda verðlauna og er ein af stjörnum sinnar kynslóðar í fjölmiðlaheiminum, er hvorki fréttamaður né blaðamaður. Hann skrifar heldur fallegan skáldskap. Sannleikurinn fléttast saman við lygar í greinum hans en sumar þeirra, að minnsta kosti samkvæmt því sem hann segir, voru sannar og réttar og án allra lyga. Hann viðurkennir að aðrar voru ýktar með upplognum tilvitnunum og öðrum staðreyndavillum. Aðrar voru svo að öllu leyti lygar. Þegar hann var að játa sagði Relotius orðrétt: „Þetta snerist ekki um næsta stóra mál heldur um óttann við að mistakast,““ segir meðal annars í umfjöllun Der Spiegel um málið.NFL-stjarnan Colin Kaepernick.vísir/gettySkáldað viðtal við foreldra Kaepernick og konan sem er ekki til Það verður ekki annað sagt en að brot Relotius í starfi blaðamanns fyrir Der Spiegel séu sláandi, ekki síst í ljósi þess að undanfarin ár hefur hann unnið til fjölda verðlauna í fjölmiðlaheiminum. Hann hefur til að mynda hlotið þýsku blaðamannaverðlaunin fjórum sinnum, var eitt sinn útnefndur blaðamaður ársins af CNN og hefur unnið til evrópsku blaðamannaverðlaunanna. Á meðal þess sem Relotius hefur sett fram í greinum sínum er skáldað símaviðtal við foreldra Colin Kaepernick, lygar um smábæinn Fergus Falls í Minnesota, meðal annars þess efnis að við bæjarmörkin megi finna skilti með orðunum „Mexicans Keep Out.“ Síðan er það viðtalið við bandarísku konuna sem er í raun ekki til en í grein Relotius er hún vitni að aftökum í Texas. Hún gerir það í sjálfboðaliðastarfi þar sem lög ríkisins kveða á um að alltaf skuli vitni vera viðstatt aftökur manna sem hlotið hafa dauðarefsingu. Greinin um konuna birtist í Der Spiegel í mars síðastliðnum. Hún er ítarleg, alls 40.273 stafir og náði yfir rúmar fimm blaðsíður í tölublaði tímaritsins. Allt sem þar stendur er lygi. Tónlistin sem passar svo vel við Þá beitti Relotius gjarnan ákveðnu stílbragði í greinum sínum til að auka áhrifin. Hann notaði þannig texta úr lögum og músíkina sjálfa til þess að lýsa betur stemningu og andrúmslofti. Eins og það er orðað í grein Der Spiegel voru hughrifin stundum of góð til þess að vera sönn. Maður spyr sig því hvort að tónlistin hafi í raun og veru hljómað við þær kringumstæður sem Relotius lýsir; lagið „I Won‘t Back Down“ inni á læknastofu þar sem gerðar eru fóstureyðingar og barnalag um von sem sýrlenska flóttastúlkan Alin syngur þar sem hún ráfar ein um stræti borgarinnar Mersin í Tyrklandi. „Claas Relotius gabbaði alla: aðalritstjóra, deildarstjóra, starfsmenn staðreyndavaktarinnar, aðra ritstjóra, námsmenn í blaðamennsku og sína eigin vini. Meðlimir dómnefnda um allan heim, biskupar, frumkvöðlar, aktívistar og fjölmiðlamenn, voru yfir sig hrifnir af verkum hans,“ segir í umfjöllun Der Spiegel.Der Spiegel tekur málið mjög alvarlega eins og gefur að skilja.vísir/gettySkipa rannsóknarnefnd vegna málsins Það er ekki ofsögum sagt að málið allt er mikið áfall fyrir Der Spiegel. Tímaritið hefur lengi verið einn virtasti fjölmiðill Þýskalands, og þó víðar væri leitað, og hafa ritstjórar þess beðið alla hlutaðeigandi afsökunar. Í yfirlýsingu ritstjóranna segir meðal annars: „Við gerum okkur grein fyrir því að mál Relotius gerir baráttuna gegn falsfréttum mun erfiðari. Fyrir alla. Fyrir fjölmiðla sem standa með okkur og fyrir almenna borgara og stjórnmálamenn sem er annt um að sagt sé frá raunveruleikanum á réttan og sannan hátt. Við viljum biðja þá afsökunar einnig en við fullvissum þá um þetta: Við skiljum alvarleika málsins og við munum gera allt sem við getum til þess að læra af mistökum okkar.“ Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið skipuð af Der Spiegel vegna málsins. Verður hún bæði skipuð fulltrúum ritstjórnar tímaritsins sem og utanaðkomandi aðilum. Á meðal þess sem verður rannsakað sérstaklega er staðreyndavakt tímaritsins sem sá ekki í gegnum lygar Relotius. Í yfirlýsingunni segir að erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir rangfærslur þar sem staðreyndavakt megi ekki verða að einhvers konar njósnadeild. Þá séu blaðamenn gjarnan einir á ferð úti um allan heim, líkt og raunin var með Relotius, og því geti það reynst erfitt að sannreyna allar staðreyndir. Svo umfangsmiklar lygar líkt og Relotius bar á borð fyrir lesendur Der Spiegel er ekki algengar í blaðamennsku, þó að svipuð dæmi þekkist eins og rakið er í skoðanapistli á vef Washington Post. Ætla má að það sé útilokað fyrir hinn margverðlaunaða Relotius að snúa aftur í fagið en Der Spiegel hefur sagt að það muni kæra hann vegna málsins. Þá má enn lesa greinar hans á vef blaðsins en með þeim fyrirvara að ekki sé þar allt satt og rétt. Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem hefur viðurkennt að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist hafa svikið fé út úr lesendum. 22. desember 2018 23:30 Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Sautján klukkutímum áður en Claas Relotius tók við þýsku blaðamannaverðlaununum fyrir umfjöllun ársins barst honum tölvupóstur. Tölvupósturinn var sendur aðfaranótt 3. desember 2018 en þá um kvöldið voru verðlaunin veitt. Orðsendingin kom frá konu að nafni Janet sem starfar sem tengiliður við fjölmiðla fyrir hóp sjálfskipaðra landamæravarða í Arizona við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Janet spurði Relotius út í grein sem hafði birst í hinu virta þýska tímariti Der Spiegel. Greinin, sem bar yfirskriftina Jaegers Grenze, fjallaði um hópinn sem Janet starfaði fyrir. Hún vildi vita hvað Relotius væri eiginlega að spá? Hvernig gat hann skrifað um hópinn þar sem hann hefði ekki einu sinni tekið viðtöl við þau? Janet sagði honum að sér þætti það mjög skrýtið að blaðamaður gæti skrifað umfjöllun á borð við þessa án þess að kanna staðreyndir málsins á staðnum sjálfum. Það var á endanum þessi grein, Jaegers Grenze, (Landamæri veiðimannsins), sem varð Relotius að falli en ítarlega er fjallað um mál hans í grein á vef Der Spiegel.Smáatriði með enga stoð í raunveruleikanum og falskar tilvitnanir Relotius byrjaði að skrifa fyrir Der Spiegel árið 2011, fyrst sem lausamaður, og var þá einnig að skrifa fyrir aðra miðla, en fljótlega fór hann að fá föst laun hjá þýska tímaritinu. Umfjallanir hans vöktu jafnan mikla athygli en hann skrifaði meðal annars ítarlegar greinar um börn á flótta, fanga í Guantanamo og NFL-stjörnuna Colin Kaepernick. Það kom í ljós að mikið af þeim greinum sem Relotius hafði hlotið verðlaun fyrir, bæði heima fyrir og víðar, voru uppfullar af lygum. Í þeim er að finna smáatriði sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, falskar tilvitnanir og jafnvel viðtöl við fólk sem er ekki til. Relotius var rekinn frá Der Spiegel þegar upp komst um allt saman en yfirmenn og samstarfsmenn hans hjá tímaritinu áttu í fyrstu erfitt með að trúa svo alvarlegum brotum upp á verðlaunablaðamanninn.Greinin sem varð Relotius að falli en meðhöfundur hans, Juan Moreno, kom upp um lygarnar.vísir/epa„Helvíti“ uppljóstrarans Það var blaðamaðurinn Juan Moreno, sem skrifað hefur fyrir Der Spiegel í meira en tíu ár, sem vakti athygli yfirmanna sinna á hugsanlegum rangfærslum Relotius í Jaegers Grenze í nóvember á síðasta ári. Honum var þó ekki trúað í fyrstu og töldu yfirmenn og samstarfsmenn hans á Der Spiegel að hann væri sá sem stæði í blekkingarleik. Er því lýst þannig í umfjöllun tímaritsins um Relotius og blekkingar hans að Moreno hafi upplifað helvíti í þrjár til fjórar vikur vegna þess að honum var ekki trúað. Moreno vann með Relotius að Jaegers Grenze. Áður en greinin fór í prent sendi hann staðreyndavakt Der Spiegel tölvupóst og vakti athygli á hugsanlegum rangfærslum Relotius í greininni. Moreno, sem var ekki par sáttur með að hafa nafn sitt við greinina, hafði meðal annars tekið eftir því að mynd var birt af Tim Foley með greininni en hann var hvergi nefndur í greininni sjálfri. Foley er í áðurnefndum hóp sjálfskipaðra landamæravarða í Arizona og nokkuð þekktur sem slíkur. Hann vinnur sér meðal annars inn pening með því að fara með blaðamenn og ferðamenn í leiðsögn um landamærin og viðtöl við hann hafa birst í öðrum fjölmiðlum. Daginn eftir að Moreno sendi staðreyndavaktinni tölvupóst átti hann fund með starfsmönnum vaktarinnar. Síðan fundaði hann með næsta yfirmanni Relotius, Matthias Geyer, og sagði honum að hann héldi að í greininni væri að finna rangfærslur. Geyer bað hann um að setja ásakanir sínar á hendur Relotius niður á blað og senda sér sem Moreno og gerði.Tim Foley en mynd af honum birtist í grein Relotius og Moreno um landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Samt hafði Relotius aldrei hitt Foley eða rætt við hann og nefndi hann aldrei á nafn í greininni.vísir/getty„Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan mann“ Hann gerði síðan meira en það. Hann fór til Bandaríkjanna, reyndar vegna annars verkefnis, en ákvað að nýta ferðina og mæla sér mót við Tim Foley. Þá ákvað hann einnig að reyna að hafa uppi á Chris Maloof, sem Relotius kallar Chris Jaeger í greininni og titill hennar er dreginn af. Það er skemmst frá því að segja að Moreno tókst að hafa uppi á þeim báðum eftir nokkrum krókaleiðum og komst að því að Relotius hafði hitt hvorugan manninn. Hann tók fundi sína með þeim upp á myndband og sýndi þeim mynd af þýska verðlaunablaðamanninum. „Ég hef aldrei á ævi minni séð þennan mann,“ sagði Maloof, maðurinn sem Relotius hafði samt sem áður skrifað um og sagt að héti Jaeger. Relotius hafði lýst því að Jaeger væri með tvö húðflúr á höndunum, annað með orðinu „Strength“ og hitt með orðinu „Pride.“ Maloof er hins vegar ekki með nein húðflúr. Maloof er ekki Jaeger því Jaeger er ekki til.Relotius með ein af verðlaunum sínum.vísir/epaEin af stjörnum sinnar kynslóðar í fjölmiðlaheiminum Sannanir Moreno gegn Relotius hrönnuðust upp en alltaf hélt verðlaunablaðamaðurinn fram sakleysi sínu. Eða alveg þar til Özlem Gezem, aðalritstjóri deildarinnar þar sem Relotius vann, settist niður með honum um miðjan desember og sagði honum að hún tryði honum ekki lengur. Þann 13. desember settist Relotius niður með yfirmönnum sínum og leysti frá skjóðunni: „Nú er það ljóst að hinn 33 ára gamli Claas Relotius, einn af bestu pennum Der Spiegel, sem unnið hefur til fjölda verðlauna og er ein af stjörnum sinnar kynslóðar í fjölmiðlaheiminum, er hvorki fréttamaður né blaðamaður. Hann skrifar heldur fallegan skáldskap. Sannleikurinn fléttast saman við lygar í greinum hans en sumar þeirra, að minnsta kosti samkvæmt því sem hann segir, voru sannar og réttar og án allra lyga. Hann viðurkennir að aðrar voru ýktar með upplognum tilvitnunum og öðrum staðreyndavillum. Aðrar voru svo að öllu leyti lygar. Þegar hann var að játa sagði Relotius orðrétt: „Þetta snerist ekki um næsta stóra mál heldur um óttann við að mistakast,““ segir meðal annars í umfjöllun Der Spiegel um málið.NFL-stjarnan Colin Kaepernick.vísir/gettySkáldað viðtal við foreldra Kaepernick og konan sem er ekki til Það verður ekki annað sagt en að brot Relotius í starfi blaðamanns fyrir Der Spiegel séu sláandi, ekki síst í ljósi þess að undanfarin ár hefur hann unnið til fjölda verðlauna í fjölmiðlaheiminum. Hann hefur til að mynda hlotið þýsku blaðamannaverðlaunin fjórum sinnum, var eitt sinn útnefndur blaðamaður ársins af CNN og hefur unnið til evrópsku blaðamannaverðlaunanna. Á meðal þess sem Relotius hefur sett fram í greinum sínum er skáldað símaviðtal við foreldra Colin Kaepernick, lygar um smábæinn Fergus Falls í Minnesota, meðal annars þess efnis að við bæjarmörkin megi finna skilti með orðunum „Mexicans Keep Out.“ Síðan er það viðtalið við bandarísku konuna sem er í raun ekki til en í grein Relotius er hún vitni að aftökum í Texas. Hún gerir það í sjálfboðaliðastarfi þar sem lög ríkisins kveða á um að alltaf skuli vitni vera viðstatt aftökur manna sem hlotið hafa dauðarefsingu. Greinin um konuna birtist í Der Spiegel í mars síðastliðnum. Hún er ítarleg, alls 40.273 stafir og náði yfir rúmar fimm blaðsíður í tölublaði tímaritsins. Allt sem þar stendur er lygi. Tónlistin sem passar svo vel við Þá beitti Relotius gjarnan ákveðnu stílbragði í greinum sínum til að auka áhrifin. Hann notaði þannig texta úr lögum og músíkina sjálfa til þess að lýsa betur stemningu og andrúmslofti. Eins og það er orðað í grein Der Spiegel voru hughrifin stundum of góð til þess að vera sönn. Maður spyr sig því hvort að tónlistin hafi í raun og veru hljómað við þær kringumstæður sem Relotius lýsir; lagið „I Won‘t Back Down“ inni á læknastofu þar sem gerðar eru fóstureyðingar og barnalag um von sem sýrlenska flóttastúlkan Alin syngur þar sem hún ráfar ein um stræti borgarinnar Mersin í Tyrklandi. „Claas Relotius gabbaði alla: aðalritstjóra, deildarstjóra, starfsmenn staðreyndavaktarinnar, aðra ritstjóra, námsmenn í blaðamennsku og sína eigin vini. Meðlimir dómnefnda um allan heim, biskupar, frumkvöðlar, aktívistar og fjölmiðlamenn, voru yfir sig hrifnir af verkum hans,“ segir í umfjöllun Der Spiegel.Der Spiegel tekur málið mjög alvarlega eins og gefur að skilja.vísir/gettySkipa rannsóknarnefnd vegna málsins Það er ekki ofsögum sagt að málið allt er mikið áfall fyrir Der Spiegel. Tímaritið hefur lengi verið einn virtasti fjölmiðill Þýskalands, og þó víðar væri leitað, og hafa ritstjórar þess beðið alla hlutaðeigandi afsökunar. Í yfirlýsingu ritstjóranna segir meðal annars: „Við gerum okkur grein fyrir því að mál Relotius gerir baráttuna gegn falsfréttum mun erfiðari. Fyrir alla. Fyrir fjölmiðla sem standa með okkur og fyrir almenna borgara og stjórnmálamenn sem er annt um að sagt sé frá raunveruleikanum á réttan og sannan hátt. Við viljum biðja þá afsökunar einnig en við fullvissum þá um þetta: Við skiljum alvarleika málsins og við munum gera allt sem við getum til þess að læra af mistökum okkar.“ Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið skipuð af Der Spiegel vegna málsins. Verður hún bæði skipuð fulltrúum ritstjórnar tímaritsins sem og utanaðkomandi aðilum. Á meðal þess sem verður rannsakað sérstaklega er staðreyndavakt tímaritsins sem sá ekki í gegnum lygar Relotius. Í yfirlýsingunni segir að erfitt sé þó að koma algjörlega í veg fyrir rangfærslur þar sem staðreyndavakt megi ekki verða að einhvers konar njósnadeild. Þá séu blaðamenn gjarnan einir á ferð úti um allan heim, líkt og raunin var með Relotius, og því geti það reynst erfitt að sannreyna allar staðreyndir. Svo umfangsmiklar lygar líkt og Relotius bar á borð fyrir lesendur Der Spiegel er ekki algengar í blaðamennsku, þó að svipuð dæmi þekkist eins og rakið er í skoðanapistli á vef Washington Post. Ætla má að það sé útilokað fyrir hinn margverðlaunaða Relotius að snúa aftur í fagið en Der Spiegel hefur sagt að það muni kæra hann vegna málsins. Þá má enn lesa greinar hans á vef blaðsins en með þeim fyrirvara að ekki sé þar allt satt og rétt.
Fjölmiðlar Þýskaland Tengdar fréttir Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem hefur viðurkennt að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist hafa svikið fé út úr lesendum. 22. desember 2018 23:30 Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Blaðamaður Spiegel safnaði fé til styrktar börnum á flótta en hirti það svo sjálfur Þýski blaðamaðurinn Claas Relotius, sem hefur viðurkennt að hafa falsað viðtöl og skáldað viðmælendur, virðist hafa svikið fé út úr lesendum. 22. desember 2018 23:30
Verðlaunablaðamaður viðurkenndi að hafa skáldað fjölda frétta Der Spiegel hefur beðið lesendur sína afsökunar og segir að málið sé mikið áfall og lágpunktur í 70 ára sögu miðilsins. 19. desember 2018 19:16