Neikvæð ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði þrjú ár í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2019 18:30 Vísir/Stefán Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“ Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“
Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira