Man ekki eftir öðru eins baktali í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2019 22:29 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar. Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Páll Magnússon alþingismaður lýsir spilltu andrúmslofti og baktali í nánu samfélagi Vestmannaeyja í pistli sem birtist á vefnum Eyjar.net í dag. Hann segir að stöðuna megi t.d. rekja til hitamála í Eyjum á borð við yfirtöku bæjarins á starfsemi Herjólfs og hvetur Eyjamenn til að sýna hver öðrum virðingu.Sjá einnig: Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Páll, sem er uppalinn í Vestmannaeyjum og þingmaður Suðurkjördæmis, segir í pistli sínum að það hafi verið sérstök forréttindi að alast upp í svo litlu og nánu samfélagi. Hann segir þó eina skuggahlið á þessari nálægð, nefnilega hversu persónuleg ágreiningsmál milli bæjarbúa eiga það til að verða. „Við eigum oft afar erfitt með að leysa úr ágreiningsmálum án þess að gera þau persónuleg. Og með því að ágreiningurinn verður fremur persónulegur en málefnalegur þá verður hann líka illvígari og langvinnari en ella. Mér finnst því miður að þetta hafi gengið úr nokkru hófi hjá okkur síðustu misserin.“Þarf ekki marga til að spilla andrúmsloftinu Í þessu samhengi nefnir Páll sem dæmi yfirtöku bæjarins á rekstri Herjólfs og framboðsmál í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Skiptar skoðanir um þessi mál hafi leitt af sér „furðu mikla heift hjá annars dagfarsprúðu fólki.“ „Ég hitti æ fleiri hér í Eyjum sem ofbýður sú illmælgi og hrakyrði um náungann sem þetta hefur leitt af sér. Sjálfur man ég ekki til að svona rammt hafi kveðið að þessu áður. Það þarf ekki marga einstaklinga til að tala með þessum hætti til að það spilli talsvert andrúmsloftinu í bænum.“ Mælist Páll því til þess að Eyjamenn bæti ráð sitt á nýju ári. „Ágætt viðmið í þessum efnum er að segja helst ekkert um náungann sem við treystum okkur ekki til að segja við hann. Það er engin ástæða til að tala illa um fólk þótt við séum ekki sammála skoðunum þess. Sýnum hvert öðru virðingu þótt okkur greini á um einhver málefni.“ Áður hefur verið fjallað um úlfúð innan raða ráðamanna í Vestmannaeyjum í fjölmiðlum. Þannig sendu Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar og Elliði Vignisson fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins hvort öðru tóninn í aðsendum greinum í október síðastliðnum. Ágreiningur þeirra snerist um kaup Herjólfs ofh, opinbers félags í eigu Vestmannaeyjabæjar sem heldur utan um rekstur nýrrar ferju, á lögfræðiþjónustu af fyrirtæki stjórnarmanns félagsins, Lúðvíks Bergvinssonar.
Herjólfur Sveitarstjórnarmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20 Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Nýr Herjólfur hefur siglingar 30. mars Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja. 26. september 2018 17:20
Telur bæjarstjóra svívirða saklausan mann sem eitt sinn taldist svarinn andstæðingur hans Íris Róbertsdóttir og Elliði Vignisson deila um kaup Herjólfs ohf. á lögfræðiþjónustu frá lögmannsstofu stjórnarformanns félagsins, Lúðvík Bergvinssyni. 25. október 2018 17:00