Umfjöllun: Brasilía - Ísland 29-33 | Kaflaskipt gegn Brasilíu Benedikt Grétarsson skrifar 5. janúar 2019 16:15 Aron Pálmarsson. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann nokkuð öruggan 33-29 sigur gegn Brasilíu á æfingamóti sem haldið er í Noregi. Strákarnir okkar voru með yfirhöndinanánast allan tímann en staðan í hálfleik var 17-13. Guðjón Valur Sigurðsson var enn og aftur markahæstur en fyrirliðinn skoraði sjö mörk, öll í fyrri hálfleik en Bjarki Már Elísson lék allan síðari hálfleikinn. Ómar Ingi Magnússon og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu báðir fjögur mörk. Markverðirnir Ágúst Elí og Aron Rafn vörðu samtals 11 skot. Það tók strákana nokkrar mínútur að ná takti gegn frekar slöku liði Brasilíu en þegar það tókst, var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Uppstilltur sóknarleikur var stirður á köflum í fyrri hálfleik en hraðupphlaup og seinni bylgjan skiluðu urmul af auðveldum mörkum og eins og áður segir, fór Guðjón Valur á kostum fyrstu 30 mínúturnar. Janus Daði var ákveðinn að keyra á vörnina og miðjublokkin með þá Ými og Ólaf stóð sig nokkuð vel gegn tröllvöxnum andstæðingum inni á línunni. Fjögurra marka forysta Íslands að loknum fyrri hálfleik var fyllilega sanngjörn og hefði í raun átt að vera meiri. Ísland náði fimm marka forystu snemma í seinni hálfleik en þá greip um sig algjört kæruleysi. Leikmenn töpuðu boltanum klaufalega í sókninni og nýttu dauðafæri afar illa. Brasilíumenn þökkuðu fyrir sig og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Þá kom flottur kafli og munurinn rauk upp í sex mörk og þarna hélt maður að björninn væri unninn. En þá kom aftur kæruleysi og klaufaskapur og munurinn fór niður í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir. Strákarnir náðu þó að halda haus og landa sigri í ekkert frábærum handboltaleik. Það voru þó ágætir kaflar og atriði sem Guðmundur Guðmundsson getur tekið með í næsta leik.Af hverju vann Ísland leikinn? Ódýru mörkin úr hraðupphlaupum og seinni bylgju skildu liðin að í þessum leik. Brasilíumenn höfðu í sjálfu sér ágætis tök á leiknum þegar liðin voru í uppstilltum sóknarleik en hraðinn er miklu meiri hjá strákunum okkar.Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Valur var mjög góður í fyrri hálfleik og Aron Pálmarsson bjó til fjölda af færum fyrir félaga sína. Bjarki Már átti enn og aftur fína innkomu og Daníel Þór Ingason átti spretti í varnarleiknum. Ómar Ingi Magnússon er leikmaður sem alltaf er líklegur til að brjóta upp leikinn þegar stefnir í óefni og hann gerði það nokkrum sinnum mjög vel.Hvað gekk illa? Tæknifeilar og nýting dauðafæra. Þessir hlutir verða að skána fyrir HM, annars slátra sterkari þjóðir okkur án vandræða. Átta tapaðir boltar í seinni hálfleik segja sýna sögu og það var algjör óþarfi að láta markvörð Brasilíumanna, með fullri virðingu, éta sig í dauðafærum og hraðupphlaupum.Hvað gerist næst? Holland verður síðasti andstæðingur Íslands á þessu æfingamóti í Osló og jafnfamt síðasti andstæðingur okkar áður en HM byrjar. Leikurinn er 14.30 á morgun, sunnudag og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann nokkuð öruggan 33-29 sigur gegn Brasilíu á æfingamóti sem haldið er í Noregi. Strákarnir okkar voru með yfirhöndinanánast allan tímann en staðan í hálfleik var 17-13. Guðjón Valur Sigurðsson var enn og aftur markahæstur en fyrirliðinn skoraði sjö mörk, öll í fyrri hálfleik en Bjarki Már Elísson lék allan síðari hálfleikinn. Ómar Ingi Magnússon og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu báðir fjögur mörk. Markverðirnir Ágúst Elí og Aron Rafn vörðu samtals 11 skot. Það tók strákana nokkrar mínútur að ná takti gegn frekar slöku liði Brasilíu en þegar það tókst, var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna leikinn. Uppstilltur sóknarleikur var stirður á köflum í fyrri hálfleik en hraðupphlaup og seinni bylgjan skiluðu urmul af auðveldum mörkum og eins og áður segir, fór Guðjón Valur á kostum fyrstu 30 mínúturnar. Janus Daði var ákveðinn að keyra á vörnina og miðjublokkin með þá Ými og Ólaf stóð sig nokkuð vel gegn tröllvöxnum andstæðingum inni á línunni. Fjögurra marka forysta Íslands að loknum fyrri hálfleik var fyllilega sanngjörn og hefði í raun átt að vera meiri. Ísland náði fimm marka forystu snemma í seinni hálfleik en þá greip um sig algjört kæruleysi. Leikmenn töpuðu boltanum klaufalega í sókninni og nýttu dauðafæri afar illa. Brasilíumenn þökkuðu fyrir sig og minnkuðu muninn í aðeins eitt mark þegar um 15 mínútur voru til leiksloka. Þá kom flottur kafli og munurinn rauk upp í sex mörk og þarna hélt maður að björninn væri unninn. En þá kom aftur kæruleysi og klaufaskapur og munurinn fór niður í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir. Strákarnir náðu þó að halda haus og landa sigri í ekkert frábærum handboltaleik. Það voru þó ágætir kaflar og atriði sem Guðmundur Guðmundsson getur tekið með í næsta leik.Af hverju vann Ísland leikinn? Ódýru mörkin úr hraðupphlaupum og seinni bylgju skildu liðin að í þessum leik. Brasilíumenn höfðu í sjálfu sér ágætis tök á leiknum þegar liðin voru í uppstilltum sóknarleik en hraðinn er miklu meiri hjá strákunum okkar.Hverjir stóðu upp úr? Guðjón Valur var mjög góður í fyrri hálfleik og Aron Pálmarsson bjó til fjölda af færum fyrir félaga sína. Bjarki Már átti enn og aftur fína innkomu og Daníel Þór Ingason átti spretti í varnarleiknum. Ómar Ingi Magnússon er leikmaður sem alltaf er líklegur til að brjóta upp leikinn þegar stefnir í óefni og hann gerði það nokkrum sinnum mjög vel.Hvað gekk illa? Tæknifeilar og nýting dauðafæra. Þessir hlutir verða að skána fyrir HM, annars slátra sterkari þjóðir okkur án vandræða. Átta tapaðir boltar í seinni hálfleik segja sýna sögu og það var algjör óþarfi að láta markvörð Brasilíumanna, með fullri virðingu, éta sig í dauðafærum og hraðupphlaupum.Hvað gerist næst? Holland verður síðasti andstæðingur Íslands á þessu æfingamóti í Osló og jafnfamt síðasti andstæðingur okkar áður en HM byrjar. Leikurinn er 14.30 á morgun, sunnudag og verður auðvitað í beinni textalýsingu á Vísi.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti