Lífið

Instagram fjarlægir auglýsingu eftir gagnrýni Demi Lovato

Sylvía Hall skrifar
Söngkonan hefur talað opinskátt um baráttu sína við átraskanir og önnur andleg veikindi.
Söngkonan hefur talað opinskátt um baráttu sína við átraskanir og önnur andleg veikindi. Vísir/Getty
Söngkonan Demi Lovato gagnrýndi samfélagsmiðilinn Instagram harðlega í gær fyrir auglýsingu sem var í birtingu á miðlinum. Lovato sagði auglýsinguna ala á fitufordómum.

Auglýsingin sem um ræðir var fyrir snjallsímaleikinn „Game of Sultans“ og sýndi tvær stúlkur. Önnur stúlkan var merkt „offitusjúklingur“ á meðan hin var merkt „sæt“.

Í færslu Lovato, sem sjálf hefur þurft að kljást við átröskun, sagði hún auglýsinguna vera skaðlega þeim sem finna fyrir pressu samfélagsins til þess að vera stanslaust í megrun og falla undir hefðbundna fegurðarstaðla.

Skjáskot/TMZ
„Vinsamlegast fjarlægið þetta kjaftæði af síðu minni og annarra Instagram,“ skrifaði söngkonan. Hún sagði miðilinn eiga að vita betur í ljósi þess hversu opin umræða um geðsjúkdóma og andleg veikindi er orðin. Þá sagði hún þetta einungis ýta undir þá hugmynd að ungar stúlkur finni virði sitt í því hvernig þær líti út. 

„Ég býst við meiru af ykkur en að leyfa þessa auglýsingu á miðlinum ykkar.“

Instagram svaraði færslu Lovato og sagði að um mistök væri að ræða. Auglýsingin hefur nú verið fjarlægð. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.