Argentína keyrð í 137 milljóna gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:59 Argentína steikhús opnaði í október 1989 og var lengi eitt ástsælasta steikhús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00
Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53