Viðskipti innlent

Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA Capital Management.
Hlutabréfasjóður í stýringu GAMMA Capital Management seldi allan 2,9 prósenta hlut sinn í Arctic Adventures, stærsta fyrirtækis landsins í afþreyingarþjónustu fyrir ferðamenn, í lok nóvember, að því er fram kemur í bréfi sjóðsstjóra fyrirtækisins til sjóðsfélaga. Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu.

Á móti fjárfesti sjóðurinn að hluta til aftur í ferðaþjónustufyrirtækinu í gegnum fagfjárfestasjóðinn GAMMA:Numinous.

Sjóðir í stýringu GAMMA keyptu sem kunnugt er samanlagt 15 prósenta hlut í Arctic Adventures í desember 2017 en þar af eignaðist sjóðurinn GAMMA:Numinous tæplega 9,5 prósenta hlut.

Í bréfi sjóðsstjóra GAMMA segja þeir að mjög vel gangi í rekstri ferðaþjónustufyrirtækisins og vænta þeir þess að svo verði áfram raunin. Í kjölfar sölunnar er eina óskráða eign GAMMA:Equity hlutur í lækningavörufyrirtækinu Kerecis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×