Ekki verið fleiri nýliðar á stórmóti í fjórtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 10:00 Ýmir Örn Gíslason og Gísli Kristjánsson. Ýmir var með á EM í fyrra en Gísli er á sínu fyrsta stórmóti. Mynd/HSÍ Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson) HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Þýskalandi og Danmörku í ár kemst í hóp með HM 2005 og EM 2000 sem þau stórmót þar sem íslenska handboltalandsliðið hefur teflt fram flestum nýliðum á þessari öld. Sex úr sautján manna HM-hópi Guðmundar Guðmundssonar eru á leiðinni á sitt fyrsta stórmót og tveir til viðbótar hafa aðeins verið einu sinni áður með á stórmóti. Meðalaldur íslensku nýliðanna í ár er líka aðeins 20,7 ár. Haukur Þrastarson er sautjándi maður og sá langyngsti af þeim en hann verður ekki átján ára fyrr en í apríl. Gísli Kristjánsson er einnig undir tvítugu (19 ára), Teitur Örn Einarsson hélt upp á tvítugsafmælið sitt í september síðastliðnum og er Elvar Örn Jónsson er 21 árs gamall. Elsti nýliðinn í íslenska hópnum er síðan hinn 24 ára Sigvaldi Björn Guðjónsson en hann er einu ári eldri en Daníel Þór Ingason. Sigvaldi og Daníel eru þeir einu af þessum sex nýliðum sem voru fæddir þegar Ísland hélt heimsmeistarakeppnina í maí 1995. Tveir aðrir ungir leikmenn eru líka bara á leiðinni á sitt annað stórmót en það eru markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og línumaðurinn Ýmir Örn Gíslason. Báðir voru þeir með á EM í Króatíu fyrir ári síðan. Ágúst Elí er 23 ára en Ýmir aðeins 21 árs. Þetta eru flestir nýliðar í stórmótahópi íslenska landsliðsins síðan að Viggó Sigurðsson fór með sjö nýliða á HM í Túnis árið 2005. Viggó var þá að taka við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni og þá urðu stór kynslóðarskipti. Sex leikmenn sem spiluðu á sínu fyrsta stórmóti í Túnis fyrir fjórtán árum síðan áttu síðan eftir að vinna silfur og/eða brons með landsliðinu á ÓL 2008 og EM 2010. Það eru þeir Alexander Petersson, Arnór Atlason, Hreiðar Levy Guðmundsson, Ingimundur Ingimundarson, Logi Geirsson og Vignir Svavarsson (bara brons). Sjöundi nýliðinn var síðan Einar Hólmgeirsson sem var mjög óheppinn með meiðsli á sínum ferli. Á fyrsta stórmóti aldarinnar, Evrópumótinu í Króatíu 2000, þá fengu sex leikmenn að spreyta sig á stórmóti í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið var þá með á stórmóti í fyrsta sinn í þrjú ár eða síðan á HM í Kumamoto 1997. Meðal nýliðanna var Guðjón Valur Sigurðsson en hinir voru þeir Magnús Sigurðsson, Magnús Már Þórðarson, Njörður Árnason, Rúnar Sigtryggsson og Serbastian Alexandersson. Guðmundur er nú að taka við íslenska landsliðinu í þriðja sinn en þetta er fyrsta stórmótið eftir að hann tók aftur við. Þegar hann tók fyrst við fór hann með fjóra nýliða á sitt fyrsta stórmót (EM 2002 í Svíþjóð) og fjórum árum síðar, þegar hann tók aftur við, fór hann með tvo nýliða á fyrsta mótið sem voru Ólympíuleikarnir í Peking 2008.Flestir stórmótanýliðar á stórmótum Íslands 2000-2019 7 - HM í Túnis 2005 (Viggó Sigurðsson þjálfaði liðið)6 - HM í Þýskalandi og Danmörku 2019 (Guðmundur Guðmundsson) 6 - EM í Króatíu 2000 (Þorbjörn Jensson) 5 - HM á Spáni 2013 (Aron Kristjánsson) 5 - HM í Frakklandi 2001 (Þorbjörn Jensson) 4 - HM í Frakklandi 2017 (Geir Sveinsson) 4 - EM í Sviss 2006 (Viggó Sigurðsson) 4 - EM í Svíþjóð 2002 (Guðmundur Guðmundsson)
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira