Ætlaði að eyða áramótunum með tengdó en endaði á HM með landsliðinu Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 9. janúar 2019 16:00 Ágúst Elí Björgvinsson er mættur á sitt annað stórmót. vísir/tom Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er einn þeirra sem var ekki valinn í 20 manna æfingahóp Guðmundar Guðmundssonar en endaði samt sem áður í HM-hópnum og er mættur til München með strákunum okkar. „Þetta fer í allar áttir en er sætara svona. Það eru miklar hæðir og lægðir í þessu og maður er í hálfgerðum tilfinningarússíbana þegar að hópurinn er valinn. Maður veit ekkert hvort maður er inni eða úti eða hvort maður eigi séns eða ekki,“ segir Ágúst Elí sem var eiginlega enn í sjokki þegar Vísir hitti hann í Leifsstöð í morgun. Hafnfirðingurinn var óvænt kallaður inn í Noregshópinn sem fór á æfingamótið en áður en kom að því var hann bara á leið í frí heima á Íslandi og búinn að gera aðrar ráðstafanir en að reima á sig handboltaskóna á HM. „Ég var búinn að panta mér flug heim til fjölskyldunnar og ætlaði bara að njóta mín í rólegheitunum en svo fékk ég kallið. Það var enn sætara fyrir vikið en því miður fyrir fjölskylduna,“Ágúst Elí spilaði með FH í fyrra sem komst í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar.vísir/vilhelmLærði mikið síðast „Ég fékk símtal frá Gunna Magg daginn sem ég lenti, 29. desember. Ég var búinn að ákveða að eyða áramótunum á Hvolsvelli með tengdafjölskyldunni en svo fæ ég að vita 31. desember að ég væri að fara til Noregs. Svo eftir harkið þar og einn dag hérna heima fékk ég að vita að ég væri að fara á HM. Þetta er frekar stuttur aðdragandi en ég tek þessu,“ segir Ágúst brosandi. Markvörðurinn ungi spilaði stórvel fyrir FH á síðustu leiktíð í Olís-deildinni en frammistaða hans skilaði honum sæti í EM-hópnum fyrir ári sem var hans frumraun á stórmóti. Íslenska liðið datt út eftir riðlakeppnina og Ágúst spilaði lítið en innistæðan á reynslubankanum er meiri samt sem áður. „Ég lærði fullt þó ég hafi ekki fengið mikið að spila. Við duttum náttúrlega út snemma þannig að það var ekki mikið rými fyrir það. Nú veit ég hvað þetta er stórt og vonandi verð ég ekki með hnútinn í maganum alla ferðina,“ segir hann. „Nú læt ég ekki koma mér á óvart hvað þetta er stórt og get hugsað meira um hvernig maður ætlar að koma inn í leikinn. Það var reynsla í bankann að fara á stórmót í fyrra þó svo ég hafi ekki spilað mikið,“ segir Ágúst Elí Björgvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Klippa: Ágúst Elí - Ég tek þessu
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06 Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30 Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46 Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00 Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Frábærar kveðjur til strákanna okkar | Myndband Strákarnir okkar voru sendir af landinu með stæl í morgun er spilað var fyrir þá myndband þar sem fjölskyldumeðlimir, gamlar kempur og Eiður Smári komu meðal annars við sögu. 9. janúar 2019 14:06
Rafmögnuð lokaæfing landsliðsins sat enn í sumum strákanna í morgun Það var ekki auðvelt fyrir Guðmund Guðmundsson að velja landsliðshópinn fyrir HM 2019. 9. janúar 2019 14:30
Seinagangur í flugstöðinni í München og æfingu dagsins aflýst Íslensku strákarnir æfa ekki í dag eins og til stóð þegar haldið var einn í daginn 9. janúar 2019 13:46
Bjarki Már: Ekki verið að gera mér neinn greiða með að velja mig Bjarki Már Elísson kom óvænt inn í HM-hópinn eftir að komast ekki í 20 manna æfingahóp íslenska landsliðsins. 9. janúar 2019 14:00
Keilan hitti strákana á leiðinni til München Strákarnir okkar eru á leið á HM þar sem þeir hefja leik eftir tvo daga. 9. janúar 2019 07:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti