Huldumaður hafði tekið sér bólstað í húsbíl tónlistarmannsins Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2019 16:29 Julian segir málið hið furðulegasta. Hann er feginn að hafa endurheimt bílinn en tjónið er talsvert. visir/vilhelm Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum. Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Húsbíllinn sem stolið var af tónlistarmanninum Julian Hewlett er kominn í leitirnar. Lögreglan fann hann nú í morgun við Mýrargötu. Málið er hið furðulegasta. Svo virðist sem einhver óþekktur aðili hafi verið farinn á búa í stolnum bílnum.Einhver farinn að búa í bílnum Vísir greindi frá því í gær að bíllinn hafi horfið milli jóla og nýárs en Julian lagði honum við BSÍ. Julian dvaldi á Bretlandi yfir hátíðarnar og svo þegar hann vildi vitja bílsins eftir áramót, þá var hann horfinn. Eftir að Vísir greindi frá hinu dularfulla húsbílshvarfi komst skriður á málið og lögreglan rakst á bílinn og gerði Julian viðvart.Julían hefur notað bílinn meðal annars til að vinna að tónsmíðum og geyma nótur sínar en þær eru nú allar horfnar eftir að einhver kom sér fyrir í bílnum.visir/vilhelm„Það var einhver verkamaður að búa í bílnum,“ segir Julian hissa en feginn því að vera kominn með bílinn aftur í hendur. Og hrósar lögreglunni í hástert fyrir vasklega framgöngu. En, hvorki þjófurinn né sá sem hafði tekið sér bólstað í bílnum, ekki er vitað hvort um sama aðila er að ræða, hafa komið í leitirnar. „Það er fullt af vinnufötum og verkfærum í bílnum. Löggan tók eitthvað af þessu til rannsóknar.“Skemmdir unnar á húsbílnum Julian er feginn því að hafa endurheimt bílinn en tjón hans er tilfinnanlegt. Allir hans persónulegu munir eru horfnir; nótur, tónsmíðar sem hann hafði verið að vinna að, bréf, bækur, myndir og fleira. „Þessu hefur sennilega bara verið hent. Allt horfið nema bangsi hundsins míns,“ segir Julien. Hundurinn Tristan, lítill rakki af tegundinni Chihuahua, er sem sagt kátur en Julien er með sárt ennið þó hann hafi endurheimt bíllinn. Búið var að taka númeraplöturnar af honum og nokkrar skemmdir höfðu verið unnar á honum, svo sem á hurðum og læsingum. Julian segir að afturhurðin sé mikið skemmd en þar hafi bófarnir hafi komist inn. Julien segist einkum hafa notað bílinn til tónsmíða og sem nótnageymslu. „Ég hef fengið frið þar.“ En, ekki svífur mikill listrænn andi yfir vötnum í húsbílnum.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tónlistarmaðurinn saknar húsbíls síns sáran Húsbíl Julian Hewlett var stolið milli jóla og nýárs. 8. janúar 2019 13:12