Formenn skiptust á skotum um Klaustursmálið Samúel Karl Ólason skrifar 31. desember 2018 15:00 Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott. Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Kryddsíldin 2018 hófst á því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagðist hafa átt fjölda sambærilegra funda og þann sem tekinn var upp á Klaustur Bar í síðasta mánuði. Þar að auki hefði hann átt slíka fundi með aðilum sem sætu við borðið í þættinum. Hann fór þó ekki nánar út í það um hverja hann væri að tala. Seinna meir var hann inntur eftir nöfnum og sagðist hann þá tilbúinn að mæta fyrir siðanefnd Alþingis og segja frá. „Það var heilmikil umfjöllun um það mál [Klaustursmálið] og ef að minnið nær ekki lengra en nokkrar vikur aftur stendur það upp úr. En á því eru hins vegar mjög margar hliðar og það varpar ljósi á ýmislegt sem ég held að sé æskilegt að velta meira fyrir sér,“ sagði Sigmundur. „Til dæmis því sem menn segja almennt um náungann á netinu, í fjölmiðlum og jafnvel hér í ræðustól Alþingis. Hlutir sem geta verið ótrúlega ljótir og ég þekki það af eigin reynslu, í rauninni alveg frá því ég byrjaði í pólitík. Fæ oft að heyra það að ég sé geðveikur eða það eigi að hengja mig eða svipta mig sjálfræði og ég sé glæpamaður og allt þetta.“ Hann sagði það hins vegar einhvern veginn vera látið viðgangast. „Svo er gerð ólögmæt upptaka af einhverju rausi sem að mennirnir sem voru að tala myndu kannski ekki einu sinni sjálfir muna eftir því að hafa sagt. Þetta hefði bara, svona, runnið fram hjá öllu.“ Sigmundur sagði að við aðstæður sem þessar hljóti flestir að hafa heyrt ýmislegt sagt sem þeir láti fram hjá sér fara. „Án þess að það sé skrifað niður og sett í nýtt samhengi.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði Klaustur upptökuna ekki endilega það minnisstæðasta á árinu en hún væri hins vegar það leiðinlegasta. Hún sagði einnig að „sem betur fer“ væri Klausturmálið ekki lýsandi fyrir það fólk sem starfi á Alþingi Íslendinga. „Þetta var bara andstyggilegt í alla staði og að ætla að halda því fram að það sé vaninn að vera í svona partíum þegar það er enginn til að taka þau upp, ég ætla að leyfa mér að vona að svo sé alls ekki,“ sagði Inga. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði umrædda atburði hafa haft áhrif á andann á Alþingi. Hægt væri að gera meiri kröfur til Alþingismanna en annars fólks og því væri trúin á Alþingi lítið. Þessi mál koma illilega við þjóðina.Úr salnum.Seinna í þættinum var Sigmundur aftur spurður út í málið og hvort hann og aðrir hefðu sýnt næga auðmýkt. „Þetta er ofnotaðasta orðið í íslenskum stjórnmálum, vegna þess að það er sérstaklega notað af stjórnmálamönnum sem eiga auðmýkt síst til. Og skilgreiningin á þessu orði virðist eitthvað hafa misfarist á undanförnum árum,“ sagði Sigmundur og gaf hann í skyn að Bára Halldórsdóttir hefði brotið gegn mannréttindum sexmenningana á Klaustri með því að taka upp samtal þeirra. Nauðsynlegt væri að opinbera upptökur úr öryggismyndavélum barsins til að sýna raunverulega hvað gerðist. Sigmundur sagði ýmislegt eiga eftir að koma í ljós í þessu máli, varðandi heildarmynd þessa. Sigmundur sagði þetta mál hafa verið gert að pólitísku máli og sagði synd hvernig haldið hefði verið á því innan þingsins. Sakaði hann Steingrím J. Sigfússon, forseta þingsins, um að ætla að halda pólitísk réttarhöld. Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, hló að orðum Sigmundar. Hún sagði erfitt að sitja undir þessu og sagði hann og aðra verða að taka ábyrgð á orðum sínum. „Þið eruð þarna á opinberum stað. Þið eruð á bar, þannig að það er engin friðhelgi þarna og það er talað svo hátt að það heyrist um allan barinn,“ sagði Halldóra. „Þarna kemur í ljós alveg gífurlega mikil kvenfyrirlitning. Er bara í lagi að tala svona svo lengi sem enginn sé að taka upp og enginn heyri? Mér finnst þetta eiga mjög mikið erindi til almennings, að vita hvernig þjóðkjörnir einstaklingar, þingmanna, tala um helming þjóðarinnar, konur, fatlaða og aðra minnihlutahópa. Þetta er ekkert einkaerindi þeirra einstaklinga sem voru þarna. Þetta á bara erindi við okkur öll og þetta þarf að koma upp á yfirborðið.“ Hún sagði að það sem kæmi mest á óvart væri að í stað þess að taka ábyrgð á málinu, biðjast afsökunar og segja af sér, væri ábyrgðinni varpað á brott.
Alþingi Fréttir ársins 2018 Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira