Fimm fjármálafyrirtæki með hvatakerfi fengið sekt eða aðfinnslur frá Fjármálaeftirlitinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2018 19:00 Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt. Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur sektað þrjú fjármálafyrirtæki fyrir brot á reglum um hvatakerfi og gert athugasemdir hjá tveimur fjármálafyrirtækjum til viðbótar. Forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af hvatakerfum. Regluverk hafi verið hert og eftirlit aukið. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út árið 2010 kemur fram að kaupaukakerfi í íslensku bönkunum 2004-2008 hafi leitt af sér aukna áhættusækni og átt sinn þátt í falli þeirra árið 2008. Kaupaukar voru ekki greiddir í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum fyrstu árin eftir fjármálahrunið. Reglur um kaupauka voru verulega hertar árið 2016 og í dag hafa verið tekin upp slík kerfi í Arion banka og Íslandsbanka. Að auki eru greiddir út kaupaaukar í fimm öðrum fjármálafyrirtækjum. Í Landsbankanum voru greiddar álagsgreiðslur til starfsmanna allra deilda á árunum 2014 til 2016. Greiðslurnar voru ekki inntar af hendi á grundvelli kaupaukakerfis en rúmuðust þó ekki innan laga um fjármálafyrirtæki. Fjármálaeftirlitið sektaði þrjú fjármálafyrirtæki, Borgun, Arctica Finance og Kviku banka á síðasta ári og hefur, eins og áður segir, gert athugun hjá Landsbankanum og Landsbréfum vegna sniðgöngu á reglunum. Í framhaldinu kom fram að Kvika banki hygðist leggja kerfið niður. Stjórn kviku banka hefur þegar tilkynnt vegna kaupa á Gamma Capital Management að lagt verði fyrir aðalfund hvort bjóða eigi starfsmönnum Gamma áskriftarréttindi í bankanum á markaðsvirði eins og starfsmönnum Kviku hefur boðist frá haustinu 2017. Ekki virðist alveg skýrt samkvæmt lögunum hvort slík réttindi feli í sér kaupauka en í svari frá Fjármálaeftirlitinu kemur fram að slíkt geti falið í sér kaupauka en þurfi þó að meta hverju sinni. Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar telur ekki ástæðu til að óttast hvatakerfi. „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af þróun kaupaukakerfa hér á landi. Það er búið að setja mjög stífar reglur varðandi starfsemi fjármálafyrirtækja og takmarka áhættusækni þeirra mjög mikið. Þá er búið að setja stífar reglur um hvatakerfi. Loks sjáum við engin merki um aukna áhættuhegðun í kerfinu nema síður sé. Hins vegar skil ég vel að þessu sé velt upp og mikilvægt að huga að því hvernig kaupaukar eru hannaðir,“ segir Páll. Hann telur að sníða þurfi reglur um kaupaauka enn betur að núverandi fjármálakerfi. „Það er brýnt að hugleiða hvaða breytingar megi gera á komandi misserum. Ég tel fullt tilefni til að rýmka möguleika til kaupauka á sumum stöðum, slíkt gæti t.d. aukið samkeppnishæfni smærri fjármálafyrirtækja. En svo þarf að hafa mjög stífar reglur á öðrum sviðum t.d. þegar hætta er á ákveðnum hagsmunaárekstrum hjá viðkomandi starfsmanni. Það er hægt að hanna kaupauka þannig að þeir geti samræmt hagsmuni, starfsmanna, hluthafa og samfélagsins í heild og þannig þjónað hagsmunum samfélagsins í heild,“ segir Páll. Fréttin hefur verið uppfærð. Upplýsingar um Landsbanka voru rangar í upprunalegri frétt.
Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira